Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 16
110 HEIMILISBLAÐIÐ þar sem tjöld Lontzens höfðu staðið. Pað var eins og hann hikaði við að vitja aft- ur þessa sundurtroðna blóðvallar. Hann kom aftur að liðugum stundarfjórðungi liðnum og bar þá í fangi sér fatahrúgu, sem blikaði í skrautlegum litum í tungls- ljósinu og skrjáfaði eins og silki. Hann fleygði fötunum frá sér niður í sandinn og stóð nú eins og varðmaður hæzt á sandöldunni og virti gaumgæfilega fyrir sér yztu sjónarröndina. Fyrir hand- an svartbláan skugga fjærstu sandhæð- anna sá hann ofurlítinn gulbleikan bjarma. »Þarna koma þeir,« sagði hann. Nú eru þeir að tjalda. Ofan á þetta frækilega dagsverk sitt býst ég ekki við, að þeir fari langt fyrst um sinn. »Hvað voruð þér að gera þarna neðra?« spurði hún fremur kuldalega. Það leit út fyrir. að Caverly hefði ekki heyrt spurningu hennar. »Nú þyrpast þeir utan um bálið og hæla sér af afreksverkum sínum. Svo éta þeir og drekka, eins og ekkert hafi í skorist. — Allah sverti á þeim smettin!« »Þetta eru föt Sídi Sassí!« sagði hún. »Friður sé með honum!« mælti Caverly. Hann settist niður við hliðina á ungu stúlkunni, horfði stundarkorn á hana i djúpum hugsunum, en leit svo upp í him- indjúpið stjörnum stráða, sem hvelfdist yfir þeim á alla vegu. »Langt í burtu í þessa átt liggur Rauða- hafið og Mekka -— það eru á að giska fjög- ur hundruð mílur þangað.« Rödd hans var vingjarnleg. en alvarleg, eins og væri hann að tala við einhvern ungan kæruleysingja, en þó nægilega skynsaman til þess að skilja, hvað um væri að ræða. Hann leit ekki á ungu stúlkuna, en horfði framvegis á stjörnurnar. »Hér um bil í hánorður liggja Kúfara- landeyjarnar.« mælti hann íhyglilega. »Þar halda til lang-verstu ofstækisþorparar Mú- hameðstrúarmanna, sem til eru á þessari jörðu. Þar eru hvítir menn ekki velkomnir. Við myndum líka vera löngu dauð úr hungri og þorsta, áður en við næðum svo langt. Það er óra leið.« »1 suðri,« mælti hann. »sjáið þér Cano- pus — hina bláu stjörnu Múhameðs? Ef þér hélduð í þá átt og gengjuð í hundrað daga, gætuð þér fengið munnfylli yðar af vatni í E1 Fasher. Á vinstri hönd liggur land Túareganna, og til hægri Ribíanna, sem eru ennþá verri« Hann spyrnti af sér skóm Lontzens og stakk fótunum ofan í sandinn. »Þér skiljið víst þetta?« »Þér hafið ekki sagt neitt um> hvað sé í vestri,« sagði hún lágt og auðmjúklega. »Þar eru Tíbestí-fjöllin. Ég veit þar um uppsprettulind eina. Þangað eru sjc dagleiðir héðan, þ. e. a. s., ef við værum ríð- andi eins og Túaregarnir, og gætum mat- ast á hestbaki. En við höfum ekki einn einasta úlfalda. og hvorki vatnsdropa né eina einustu döðlu til matar.« »Hún sneri sér að honum í sárustu ör- væntingu. »Hvað eigum við þá að gera?« »Tagar og menn hans halda heim til Gazim á morgun. Það eru þrjár dagleiðir héðan. Annað hvort förum við með Tagar til Gazim eða-------« Hann þagnaði íi miðju kafi. Það var óþarft að ljúka setningunni. »Já — en —« Unga stúlkan horfðj dauðskelkuð á hann. »Það væri — þao væri miklu verra!« »Heyrið þér nú, Bó. Sonur Tagars, Sassi, var smádrengur, þegar hann fór að heim- an. Enginn í Gazim myndi þekkja hann aftur. þegar hann kæmi sem fullorðinr. maður. Hann hafði ái sér rúbín-hring með áletrun, og líka ýmsa verndargripi og þess háttar dót. — Það var með þessum gripum, sem hann átti að gefa sig til kvnna. Ég hefi þetta alt saman hérna í vasanum, og ég hefi fötin hans.« Unga stúlkan var alt of hissa til þess að geta komið upp einu orði. Hún glápti að- eins á Caverly og vissi sýnilega ekki, hvað- an á sig stóð veðrið. »Ég. fyrverandi þræll, sem kann tungu þeirra, sný nú aftur á þeirra fund, skrýdd- ur silkiskrúða höfðingjasonarins. Maður með mittisskýlu eina og maður í skraut- legum höfingjaskrúða eru ólíkir menn. Ef til vill þekkja þeir mig aftur, og ef til vill ekki. Við neyðumst til að eiga það á hættu. Annað hvort fer ég til Gazim sem prins, eða við erum dauðadæmd,« »Já — en hvað á þá að verða af mér?« spurði hún. »Það var úlfaldadrengur af lágum stétt- um með í lestinni. Fötin hans voru of lé- leg til þess að þorpararnir kærðu sig um þau. Ég tók þau með mér. Þér neyðist til að færa yður í Garrong og vefjarhött og vera drengur. Þér eruð þræll höfðingja- sonarins Sídí Sassí Kreddache.« Framliald.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.