Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 11
uiii að aka til stöðvarinnar. Ég bíð eftir þér ásamt Mary. Þú verður fljótur að ljúka því sem þú átt ógert.“ Jolin Killan fór inn í íbúðarhúsið og náði tali af hestasveininum. „I3illy“, sagði liann. «Þegar Webster kemur aftur, viltu þá biðja bann um að ná í Whaley dýralækni og láta hann líta á Áskoranda og lóga honum, ef nauðsvnlegt reynist. E'f aðeins er um sina- tognun að ræða, þá er liægt að lækna það; en ég er bræddur um, að það sé taugin, og þá er ekkert hægt að gera. Þið getið fengið Wbaley til að koma liingað strax í fyrramál- ið.“ „Gott og vel,“ bvíslaði Billy. „Gamli Áskor- andi — þá það. Ég skal segja Webster þetta.“ Síðan reikaði Killan hægt út að bílnum. Þau komust til stöðvarinnar allt of snemma, og köld golan gerði biðina ærið óþægilega. Killan varð litið yfir engin í áttina að kyn- bótastöðinni, sem reyndar var langt álengdar og í hvarfi. Killan leið illa við þá tilhugsun, að Áskorandi gæti jafnvel ekki verið úti á beit. Hesturinn gat ekki staðið við að bíta gras, án þess að stíga í báða framfæturna, en Billy myndi áreiðanlega láta liann fá haus- poka og breiða yfir hann lilýtt teppi . . . Lestin kom, og þau stigu inn. Henrv Banner og unga stúlkan sátu saman öðrum megin, Ivillan settist andspænis Mary Holm, og andlitsdrættir lians voru stirðnaðir. Hann veitti því atbygli, að Mary leit öðru hvoru til hans, og í augum hennar kenndi ó- venjulegs kvíða og ábyggju. Það var tekið að skyggja. Killan varð litið út um gluggann. Það var móða á rúðnnni, og úti fyrir var farið að snjóa. Það var þéttur og fjúkandi snjór. En Áskorandi — hann stóð Uti í þesari liríð, því að Banner hafði aflæst hesthúsinu. Hann stóð úti undir berum himni uieð sinn lasna framfót. Dýralæknirinn myndi ekki koma þangað fyrr en í fyrramálið. Lestin blés. Það var dregið úr hraðanum. Þau voru að nálgast stöð, og Killan reis á fæt- Ur. Mary spratt óðara úr sæti líka og sagði: «Hvað er að, John? Er eitthvað að?“ Hann sló frá sér með hendinni. „Ég sný við aftur“, sagði bann. «Hvað áttu við? Ætlarðu að fara úr lest- inni?“ lirópaði nú Henry Banner upp. „Nei, heyrðu mig nú vinur. Ef þú átt minnsta snefil af heilbrigðri skynsemi, þá . . .“ „Yerið þið sæl“, sagði Killan. „Vertu sæll, Henry frændi, — Mary“. Hann sá að hún roðnaði af gremju og stolti og augu hennar skutu gneistum, og í stað þess að svara honum dró hún að sér höndina sem hún hafði ósjálfrátt verið búin að rétta fram. Henry Banner leit upp, undan hrukkuðum brúnum, en sagði ekkert. Killan gekk út. Svo vel vildi til, að járnbrautarlest fór í gagnstæða átt skömmu síðar. Á meðan Killan beið, varð honum hugsað um Mary Holm. Hann elskaði hana — en liann fyrirleit stolt hennar og kulda. Hann tók sér leigubíl frá endastöðinni og ók af stað gegnum hríðina. Það var ekki fyrr en liann var kominn al- veg að hesthúsinu, að liann gat séð hvar Á- skorandi stóð með sigið höfuð, en stormur- inn blés aftan á hann svo að taglið stóð inn undir hann. Framfóturinn liékk máttvana, og skepnan gat ekki stigið í hann. Killan lagði höndina varfærnislega á þenn- an gamla færleik sinn. Skepnan titraði eilítið við snertinguna, og það var liennar eina and- svar. Áskorandi lyfti ekki höfði. Killan fálmaði um hengilásinn. Áskorandi haltraði nær og studdi þungann af köldum skrokknum lítillega upp við húsbónda sinn. Killan greip báðum höndum sterklega um ryðgaðan lásinn og lirikkti í, unz í sundur gekk læsingarjámið. Hann þreif upp hesthúsdyrnar. Notalega lyktina lagði á móti honum, hún var blandin ferskri og sætri angan af lieyi. Áskorandi haltraði óðara inn fyrir. Hófar hans slógust fast niður í gólfplankana. Killan kveikti á lugt sem liékk úti í horni, og lét aftur dyrnar. Áskorandi hafði haltrað inn í básinn sinn og út í horn, og þegar Killan gekk þangað, var skepnan þegar lögst og liafði dregið veika fótinn inn undir sig, auðsjáanlega af því hún réði ekki við hann. Killan dró fótinn fram aftur og lagði hann í þægilegar stellingar um leið og hann þcrrði af honum vætuna. Hann hjúfraði þykka á- breiðuna vel að hinum limlesta fæti og tók að nudda hana undir ábreiðunni með báðum Heimilisblaðið 47

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.