Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 22
ur við stýrið og fylgdist vel með veginum. Við livern kílómeter, sem þau óku, varð Marjorie æ niðurdregnari og örvinglaðri. Hún varð að kreista aftur augun til að halda tár- unum í skefjum. Af og til tók Luis hendina af stýrinu og lagði hana á hné Marjorie, en það gætti frem- ur sigurvissu og sjálfsöryggis í taki lians held- ur en blíðu og umliyggju. Hún mátti ekki gráta í kvöld, hugsaði Mar- jorie. Honum myndi ekki geðjast að því. Og allt í einu varð liún virkilega hrædd við hann. Hann var henni miklu ókunnugri en vegfar- andi sem liún liitti af tilviljun. Hiin hnipraði sig saman enn lengra inni í horni framsætisins. Nú var ekki mælginni fyrir að fara hjá lienni lengur, og hún hló ekki lieldur. — Þú ert líklega þreytt, sagði Luis og ró- aði sig með því. Það var ekki í lians eðli að reyna að skilja dýpri mannlegar tilfinningar, og sérstaklega flókinn konuliug. Hann kærði sig ekkert um að þekkja konur, — aðeins elska þær og eiga þær. Hann vildi gefa þeim dýrar gjafir og hlaða á þær þægindum, af því að þær voru hans. Draumar þeirra, vonir og áliyggjur liöfðu ekki minnstu álirif á hann. Hann elskaði þær af ástríðu, meðan þær voru honum til geðs og skenuntu honum. Eftir á leiddi liann ekki einu sinni hugann að þeim. Hún laiunaðist til að líta sein snöggvast á karhnannlegan, vellagaðan vangasvip lians. Angist hennar varð að ofsahræðslu. Henni fannst liún finna fyrir liörðum vörum lians við sínar; liann vildi veita lienni ástríðu, en hún kærði sig ekki um ástríðu, — aðeins sanna ást, samúð og skilning. Hvað hef ég eiginlega gert, hugsaði hún. Hún reyndi að sannfæra sjálfa sig um, að hún hefði gert það eina, sem mögulegt var. Bob var í Monte Carlo með þessum kvenmanni. . . Var þetta ekki eina leiðin til að fá hann ti! að iðrast, — eina trompið gegn lionum? En gegnum ruglaðar liugsanir hennar hljómaði rödd Larrys: — Hagaðu þér ekki heimsku- lega, Marjorie. Ég er fús til að sverja fyrir, að það er ekkert á bak við þetta. Setjum svo, að ekkert sé liæft í þessu. Hún kólnaði bókstaflega upp við þá hugsun. Setj- um svo, að Larry liafi haft rétt fyrir sér og hún ekki, — það sé einföld og eðlileg skýring á þessu öllu saman, skýring, sem þau fengu ekki tækifæri til að greina frá? Hún néri hendur sínar í örvæntingu. Hvers vegna hafði hún ekki sezt við borðið og hlýtt á, hvað þau höfðu fram að færa sér til málsbóta. Hvers vegna hafði hún hagað sér svona hræðilega og ekki veitt þeim einu sinni tækifæri til að opna munninn? En þetta var einmitt það, sem Iiún gerði alltaf, hversu mjög sem hún iðraðist slíks eftir á. Þetta var eðli hennar, hún gat ekki haldið aftur af sér. Það var eins og Ijósin í San Remo fossuðu út úr mjTkrinu. Kannski liafði hún lokað aug- unum, því ljósin komu henni svo á óvart, að hún rak upp óp. — Hvað gengur að þér? spurði Luis. — Ekkert. Það eru bara ljósin. — Þú lilýtur að hafa blundað. Hún var að því komin að skella upp úr, en tók sig á í tæka tíð. Fengið sér blund, —■ hvernig ætti hún að hafa eirð í sér til þess nú? Átti hún yfirleitt eftir að festa blund oftar í þessum heimi? Hún vogaði ekki einu sinni að loka augunum, því þá sæi liún fölt, steinrunnið andlit Bobs fyrir sér, þrungið á- hyggjum og ef til vill fyrirlitningu. Hún gat ekki afborið tilhugsunina um að Bob fyrirliti hana. Bara að ég hefði hingrað ögn við, liugs- aði hún með sjálfri sér livað eftir annað. Hvers vegna þaut ég í burtu eins og brjáluð manneskja? . . . Bara að ég hefði beðið . . • Ó, góði guð, hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki? — Jæja, þá erum við komin að hótelinu, elskan mín, sagði Luis. — Komdu, nú förum við inn og pöntum lierbergið okkar. — Herbergið okkar, Luis? spurði hún veikri, skjálfandi röddu. Hann hló sigri hrósandi og lagði hnadlegg- inn um herðar liennar. — Að sjálfsögðu, elskan. — Herbergið okkar, með svölum og víðsýni yfir hafið og stjörnuhimininn. Konidu nú. — Luis, ég, ég . . . Lofaðu mér að sitja liérna, meðan þú gengur frá þessu. Ég held, að ég þori ekki að láta fólkið á hótelinu sja mig ennþá. Kannski vita þau . . . hún þving- aði fram bros. —- Þú sérð, að ég er ekki sér- lega útfarin í svona löguðu. Þetta . . . þetta er í fyrsta sinn, sem ég . . . — Litli, yndislegi kjáninn minn, liló liann. 58 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.