Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 32
Hœnsnaréttur, 6 persómir. 2 góðar súpuhænur, vatn, salt, 3A til 1 kg laukur, 1 kg kartöflur, smjör og olífuolía, 1 stórt glas af grænum, fylltum olífum, 1 stór dós af barnaisesósu. 2—3 eggjarauður, steinselja. Hænurnar soðnar mátulega í söltuðu vatni. Þær eru látnar kólna í soðinu. Kartöflurnar eru soðnar og afhýddar. Allt er skorið smátt niður í þennan rétt: hænsnakjöt, kartöflur og laukur sem síðan er hrúnað hvert fyrir sig á pönnu í smjöri og olífuolíu. Síðan er allt látið í sama fatið (bezt ef hægt er að hijta réttinn upp í fatinu). Á meðan brúnað er, er rétturinn kryddað- ur með salti, pipar og hvítlauk. Þegar réttur- inn er borinn fram eru olífurnar látnar út í. Bernaisesósan er látin í pott og á meðan hún hitnar í tœplega suðu eru þeyttar 2—3 eggjarauður og látnar út í og að síðustu er steinselju stráð yfir. Grænmetissalat er borið fram með þessum rétti. Þá eru hér nokkrir nijög góðir eftirréttir: Portvín sfrom age. 4 eggjarauður. 3 msk. sykur, 6 blöð matarlím, 1 dl. gott portvín, '4 1 rjómi, Skraut: rjómi, jarðarber eða aðrir ávextir. Eggjarauður og sykur er þeytt mjög vel sam- an. Matarlímið er látið í bleyti í kalt valn og síðan brætt í 1 msk. sjóðandi vatni og blandað í portvínið. Rjóminn er þeyttur. Portvíns-matarlímsblanda er þeytt saman við eggjamassann og þegar liann fer að þykkna (sem skeður mjög fljótt) er þeytti rjóminn látinn út í og strax látið í form, sem búið er að bleyta. Er bvolft lír þegar ábætirinn er orðinn stífur. Má skreyta með rj'ma og á- vöxtum að vild. Vallhneturönd me& þeyttum rjóma og súkkulaSi og niSursoSnum plómum. 4 eggjahvítur, 200 gr valhnetukjarnar, 200 gr sykur. 1 glas eða dós niðursoðnar plómur, '4 1 þeyttur rjómi. Þeytið eggjahvíturnar vcl stífar. Malið val- hnetukjarnana og blandið þeim saman við sykurrnn. Blandið þessu síðan varlega saman við þeyttu eggjahvíturnar. Látið massann i velsinurt hringform. Bakið röndina við 170—- 190 gráðu hita í ca. 40 mín. Hvolfið kökunni varlega úr forminu og kælið hana. Það mætti kalla þetta „eldhús á hjólum“, því í þvi er bakaraofn, hita- plötur og hitaskápar. Með nógu langri rafmagns- snúru er því hægt að hafa það með sér stofu úr stofu. 68 H E I M I L I S B L A Ð I ®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.