Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 15
IÐUNN Hermann jónasson. 9 hjeraðshöldur, er öðrum stjórnaði manna best, gat nú eigi altaf stjórnað sjálfum sjer. Okunnugt er mjer, að hverju slíkt hefir stuðlað áð brottför hans þaðan. Mjer þykir sennilegt, að einhvern þátt hafi átt þar í, að hann fýsti að breyta til. Ágreiningur við skólanefnd mun nokkru hafa valdið. »Hann þoldi heldur ekki þrengsli«, ritar mjer gáfaður maður, vinur hans, alþm. Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka, er mjer hefir, ásamt frændkonu Hermanns, ungfrú Unni Vilhjáhnsdóttur frá Heiði á Langanesi, veitt drýgsta hjálp við samning þessarar ófullkomnu ritgerðar, og jeg kann þeim báðum bestu þakkir fyrir. Þórarinn bætir við: »Og væri hann fipaður í framkvæmd sinni af íhlutunarsemi skammsýnna vand- lætara, þá var starfi hans lokið. Mun þvílíkt hafa stytt veru hans á Hólum«. En hvað sem líður tildrögum og ástæðum til flutnings hans frá Hólum, þykist jeg vita til víss af orðum hans við mig, að lengi hafi hann sjeð eftir að hverfa þaðan frá stað og stöðu. Frá Hólum fluttist hann að Þingeyrum 1896. En þetta gamla höfuðból Húnaþings reyndist honum lítil heillajörð. Þar beið hann á marga lund skipbrot. Veiði- skap, vökum og vosbúð á Þingeyrum var og síst lagið að bæta breyskleik hans og veikleik. Nú kom í ljós, að hann var einn þeirra, er betur vann og dugði öðr- um heldur en sjálfum sjer. Þessum mikla búnaðarfröm- uði, er bjó hverjum manni betur fyrir aðra og öðrum kunni búráð að leggja, mistókst búskapur fyrir sjálfan sig. Ofdrykkja hefir að líkindum átt á því einhverja sök. En ólán hans var áreiðanlega fleiru að kenna. Þingmaður Húnvetninga var hann árin 1900—1908. Var hann tregur til framboðs, sem stundum mun raun á verða um þá, er flestum fremur eiga erindi í þingsali. Ráðsmaður Laugarnesspítala varð hann 1905. Er það

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.