Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 64
58 Konráð Vilhjálmsson: IÐUNN Hverfast vindar á víðum söndum, vellir blása und Skaftafelli. Grundir frjóar og grænar lendur glóða fjötraðar storknu flóði. Sorfnar af jökuls heljar-herfi hlíðar og eyrar landrof bíða. Svella elfur við sævar-falli, saurugar velta kvikum auri. Gnæfa þó yfir og gróðri hlífa grænir höfðar með blóma vænum. Mæna fram yfir mæri Ránar margtugu varðir stuðla-bjargi. Valin' geyma þeir bú og býli. — Bændur og klerkar rótar-sterkir áttu þar trausta fóta-festu feiknum varðir á ættar-garði. Undan þrálátum þeysi-vindum þjóðernis vors er blásinn gróður. Gjörla ef hyggjum, hrönnum liggja hraunþök köld yfir sögu-spjöldum. Smáþjóðar andans erfðalendur erjandi fjárplógs-jökull herjar. Gullnar töflur frá Ása afli elfur saurugar verpa auri. Stakur gnæfði sem hamra-höfði horfinn þulur, og óðals-torfu verndaði trútt frá voða og grandi vargöld svo að ei næði farga. Fús hann gróf o’ná forna stafi, fáði og skýrði rúnir máðar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.