Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 41
IDUNN Orlög Graenlendinga. 203 sem gjörðist og gerist um önnur aðgreind ríkislönd. Ríkistengslin gátu eptir eðli hlutarins aðeins komið í ljós við sameiginleik hinna annara tveggja valdsaðila, laga og dómsvalds. En þegar þessa er gætt verður það fyrst fullkomlega ljóst, hverja merking samningsbrot konunganna um reglulegar siglingar hlutu að hafa; sjer- staklega vestra, þar sem við fjandsamlega frumbúa var að eiga, auk erfiðleika af náttúrunnar völdum. Hvergi í sögu veraldar mun öflugri hvöt hafa fundist til þess að flyíja lagafyrirmæli inn á rjettarsvæði hins einstaka framtaks, heldur en einmitt innan vebanda hinnar forníslensku ríkisskipunar, eins og hún er orðin í reyndinni, þegar Gamli Sáttmáli gjörðist. Menn mega ekki ætla, að hjer sje um pappírsdeilu eina að ræða. Ráðstöfunin var knúð fram af rás viðburðanna, af djúp- um sögulegum tildrögum, landsháttum, strjálbýli og hnattlegu beggja ríkislandanna. Þessvegna sjest það og allt svo átakanlega — rist inn í svip og drætti þjóðar- sögu vorrar, bölið, svívirðingin, örbyrgðin, sem lagðist fargþungt yfir einokunarlöndin þegar erlendu brotin komu á móti hinum íslensku skuldbindingum. Menn geta gjört sjer í hugarlund, af þeim viðburðum sem urðu hjer á íslandi, sem var þó svo miklu nær einstakra manna, að hið forna íslenska þjóðveldi Ieið undir lok og landið komst undir konung —“. Sst. bls. 49: „Niðurlagsklausan (í Gamla sáttmála): „lausir ef rífst" er samboðin lögrjetfu íslendinga og sýnir að hún skoðar sig sem sjálfstæðan samningsaðila gagnvart konungi". Sst.: „A stjórnarskipuninni verður eiginlega ekki önnur breyt- >ng en sú að vald það, er goðarnir höfðu, hverfur nú í hendur konungs", segir Ólsen til svars sinni eigin spurning: „Hvaða breyting verður þá á stjórnarskipun landsins — og hver verður riettarstaða þess (eptir Glsm.) við konung og við Noreg?“

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.