Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 6
84 Helgi Sveinsson: Marz. legu holdi. Hann hefir dreymt um það, að litlir drengir, sem léku sér í grasinu norður i Galíleu, eigi eftir að verða Guði líkir. Hann er vitranamaðurinn og trúmað- urinn mikli. Hann er „lærisveinninn, sem Jesús elskar". Það er Jóhannes, einn af fiskimönnunum frá vatninu. Við borðið situr enn einn lærisveinn. Hann er þögull og þungbúinn á svip. Hann er að íhug'a mesta vanda- mál lífs síns. Á hann að fara eða á hann ekki að fara? — f fyrstu var hann áhugasamur lærisveimi. IJann var bardagamaður og liann vildi, að Kristur yrði umsvifa- mikill veraldlegur höfðingi. Honum fannst það óráð, þegar Jesús talaði um pislarvættisdauða sinn. Hann vildi sjá liann verða voldugan og fá að vera í hirð lians. En Jesús vék ekki frá köllun sinni og ákvörðun, og þá gerð- ist þessi lærisveinn tregur í taumi og síðast svikull, og þegar hann félck áminningu, reiddist hann, því að skap- ið var hart, og gamlir félagar hans æstu hann upp. — I kvöld er svo komið, að liann, sem hryggðist áður, þegar Jesús spáði um píslardauða sinn, hann átti nú að verða verkfæri til þess að hrinda honum út í þennan dauða. IJann er í efa. Hann situr og horfir á hendur sinar. — „Einn af yður mun svíkja mig“. Meistarinn sjálfur veit það þá. „Það er hann, sem ég gef þann bita, sem ég nú dýfi i“. — Lærisveinninn þungbúni lítur upp. Jesús rétt- ir bitann að honum. Ilanu tekur við bitanum og borðar hann. Það er síðasta játning lians fyrir meistara sínum. Svo ris liann á fætur og gengur út i myrkrið, — óláns- maðurinn Júdas fskaríot. Frelsarinn slendur upp að lokinni máltíð og hellir vatni í mundlaug og tekur að þvo fætur lærisveina sinna. Og er liann aftur rís upp frá þessu starfi, er ljómi ástúðarinnar yfir andliti hans. Hann segir við lærisvein- ana: „Skiljið þér, livað ég hefi gjört við yður? Þér kall- ið mig „meisara" og „lierra“ og þér mælið rétt, því að ég er það. Ef ég þá, herrann og meistarinn, lief þvegið fætur yðar, her einnig yður að þvo hver annars fætur;

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.