Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 32
KirkjuritiS. Hvað á barnið að heita? Tildrög að þessari grein eru þau, aö fyrri liluta þessa vetr- ar létum við hjónin skíra dreng, er við eigum, og var ætlun okkar að iáta hann bera uppi nöfn foreldra minna (föðurins), og höfðum við komið okkur saman um, að okkar áliti, ágæt nöfn til þessa. Er allt var tilbiiið til skirnar og preslur hempu- skrýddur, gegnum við afsíðis, og nefndi ég fyrir honum hin fyrirhuguðu nöfn sveinsins, eins og venja er til, svo að misskiln- ingur geti ekki átt sér stað. Sagði prestur bá umsvifalaust, að nafni því, er bera átli uppi móðurnafn mitt, gæli liann ekki skírt, þar eð prestarnir ættu að sjá um, að börnin væru ekki skírð neinum ónefnum. Ég' varð undrandi og óánægður yfir þessu, þar sem ég vissi ekki fyrr, að prestar liefðu vald til að neita nöfnum, er aðstandendur væru sameinaðir um og ánægð- ir með. Virtist mér, úr því sem komið var, aðeins um tvennt að velja, annaðhvort að skíra sveininn ekki í þetta skipti, og nmndi það vekja hálfgert hneyksli meðal boðsmanna, eða skipta um nafn. Valdi ég þægilegri koslinn, sem þó síður skyidi, og breytti um nafn, svo að sveinninn hét eingöngu eftir föður mínum; enda láðist presti að geta þess, að ég gæti vísað máli mínu til æðri dómstóla en álits hans. Síðar var mér sagt, að heimspekideild Háskólans liefði úr- skurðarvald í ágreiningi, er af nafnagjöfum kynni að rísa. Eg vil geta þess, að í orðaskiptum mínum og prestsins kvaðsl hann skyldi skíra sveininn umbeðnu nafni, gæti ég nei’nt sér nokkurn, er liéti því. Einnig bauð hann að leita með mér í fornsögunum að hlið- stæðu nafni, sem ég gaf ekki um, þar sem ég áleit, að þelta nafn væri ekki þar að finna, en liliðstæð nöfn, er þar fundust, mér ógeðþekk. Lauk þar svo þætti prests. Pótt úrskurður prests á nafni þessu félli þannig, og ég viður- kenni menntun hans margfalda á við mína, átti ég bágt með að fella mig við hann sem réttan. Ég skrifaði þvi manni, er ég álít einn af færustu íslendingum i íslenzku máli, og bað um hans álit á nafninu. Hann gaf mér fúslega álit sitt, og var það á þá leið, að nafnið ..... væri eins málfræðilega rétt og hin algengu nöfn Gunn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.