Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 18
96 Bjarni Jónsson: Marz. var séra Jóhann, sílesandi bækur um andleg mál. Eign- aðist hann margar bækur eftir ágætustu menn kristn- innar, og þær eru ekki fáar bækurnar, sem liann hefir gefið ungum prestum, svo að þeir gætu kynnzt því, er mætti verða þeim til hjálpar i prestsstarfinu. Með gleði vann séra Jóhann starf sitt, en eklci and- varpandi. Alll er gott, sem Guði er frá. Sú var játning bans. Þessvegna vildi hann fremur brosa en andvarpa. É,g lalaði einu sinni sem oftar við séra Jóhann um baráttu og erfiðleika mannanna, er leið margra verður svo oft að liggja um dimman dal. Þá sagði séra Jó- bann: „Finnst þér ekki, að það verði að vera tilbreytni i ferðalaginu?“ Það var séra Jólianni fjarri skapi að mögla og kvarta. Hann bafði tileinkað sér bið beilaga orð, sem brýnir fyrir oss að gleðjast í Droltni. Mildur var bann og við- mótsþýður, og því varð Ijúflyndi hans 'kunnugt sam- ferðamönnum bans. En það vissu þeir einnig, að bjó honum bjó liið þétla skap. Glaður var bann, ánægður og þakklátur. En það var ekki af því, að honum væri ávallt ætlað að ganga um græna grund. En bann tók á móti öllu af hendi Drotl- ins, og eignaðist því þrek og stillingu, er hann ofl varð að ganga um dimman dal og fá sinn skerf baráttunnar. Við vorum eitt sinn að tala um mann, er átti við bin glæsilegustu ytri kjör að búa, og ég sagði: „Gott væri að geta átt slílca æfi“. Séra Jóhann svaraði: „Hvernig veizt þú það? Ég þekki ekki nokkurn mann svo, að ég vildi skipta á kjörum lians og' mínum“. Orðheppinn var séra Jóbann og vel að sér í málfræð- inni. Þessvegna þekkti liann einnig vel boðháttinn. Hann kannaðist við boðháttinn: Lofa þú Drottin. Gleðstu. Starfa. Þetta þekkti bann og lilýddi. En bann þekkti einnig

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.