Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 41
ALD ARMINNIN G 39 Það man ég næst, að séra Árni jarðsöng afa minn, gaml- an mann og lúinn eftir langa ævi. Ég sat við kistuna og grét, lítið barn og úrræðalaust. Ekkert var jafn geigvæn- legt sem gröf og dauði. Allt í einu heyrði ég rödd prestsins: „Fararmóði ferðamaður, felldu nú hinn þunga staf. Hér er búinn hvíldarstaður, hinnig leiftrar sól við haf. Lít nú á takmarkið, liðin er þrautin, lít nú á ferilinn, mikil er brautin. Auðug að mótlæti, auðugri’ að synd, auðugust þó af Guðs miskunnar lind.“ Þarna fléttaði hann hið fagra kvæði „Dauði Mósesar“ inn i ræðuna, heil og hálf erindi eða aðeins tvær hend- ingar. Lauk hann ræðunni með síðustu vísuorðunum: „Guð var við líkið og legstaðinn bjó, lokaði hans augum og vaggaði í ró.“ Ég hafði nokkrum sinnum hlýtt á ræður presta áður, en þetta voru fyrstu orðin af vörum þeirra, sem náðu fylli- lega barnseyrum mínum og veittu mér frið. Hugljúfustu minningarnar hygg ég þó, að séu frá ferm- ingarundirbúningi mínum. Flokkur fákunnandi, fróðleiksþyrstra barna safnaðist í kringum prestinn sinn. Þegar ég hlýddi á frásögn hans, fannst mér ég hverfa til hinna fegurstu staða Gyðinga- lands, fylgja honum eftir að jötu barnsins í Betlehem og lúta höfði við krossinn á Golgata. Ýmist fræddi hann eða spurði, og duldist víst fáum skin eða skuggar, sem liðu yfir andlit hins áhugasama manns, eftir því, hvemig svarað var. Fermingardagurinn rann upp, bjartur og fagur að morgni, en um hádegi hvessti af suðri með svo miklu moldroki, að líkast var, að hálfrokkið væri inni í kirkj- unni. Presturinn hóf upp raust sína og flutti eina af hin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.