Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 58
56 KIRKJURITIÐ sorg, var álit fundarmanna, og sú skoðun er ekki nema hár- rétt. Til þess að þyngja ekki alltof mikið á heimili prestsins, — prestamir í Danmörku eru víst fáir ríkir, ekki fremur en á íslandi, höfðu allir tekið með matarpakka, sem síðan voru sameinaðir í eitt til borðhaldsins. Áður en gengið var til fundarstarfa, deildu prestarnir og prestskonurnar sér niður í smáhópa og hófu viðræður saman. Og þetta var elskulegasta fólk, sem laðaði að sér ekki síður með orðum sínum en viðmóti. Ef ég hafði búizt við dóm- hörku og þunglyndislegri nöldrunarsemi um eymd og volæði tilverunnar, þá varð ég fljótlega fyrir vonbrigðum. — Hér bólaði hvergi á amasemi sértrúarmannanna, heldur bar öll framkoman vott um hjartahlýju og kristilegt hugarfar. Fyrst á dagskrá fundarins var fyrirlestur ungversks flótta- prests um kirkjuna í heimalandi hans, Ungverjalandi. Fund- urinn var haldinn einmitt um það leyti, sem réttarhöldin yfir Mindszenty, ungverska kardínálanum og félögum hans, stóðu sem hæst, svo staða ungversku kirkjunnar mátti heita að vera eitt af hitamálum heimsviðburðanna þessa dagana. Prest- urinn var tiltölulega ungur maður, milli þrítugs og fertugs. Hann hafði verið prestur í mótmælendasöfnuði í þeim hluta heimalands síns, sem eftir heimsstyrjöldina 1914—18 var sam- einaður Rúmeníu. Hann dró upp í fyrirlestri sínum hörmulega mynd af þeim snöggu og döpru umskiptum, sem urðu í menn- ingarlífi og þjóðfélagsháttum þessa fólks, sem skyndilega var svift tungumáli sínu og menningartengslum við heimaland sitt, en neytt til að hlíta boði erlendra stjórnarvalda og semja sig að siðum framandi þjóðar. — En það gat að sjálfsögðu ekki gengið þegjandi og hljóðalaust að taka frá fólkinu tungu þess og siðvenjur. Andstaðan hlaut að koma. Og þar stóð kirkjan fremst í flokki. Rúmenar eru flestir katólskir, en í þeim hluta Ungverjalands, sem innlimaður var, voru mótmælendur í meiri hluta. Engin tilraun var þó gerð til þess að hafa bein áhrif á trúarskoðanir fólksins, en hinsvegar var reynt að fá prestana til þess að innleiða rúmenskuna í kirkjuna. En til þess voru þeir ófáanlegir og áttu því í sífelldum útistöðum við stjórnarvöldin rúmensku. Fólkið sló skjaldborg um presta sína, og kirkjan varð vörður þess og skjól ekki aðeins í trú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.