Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 15
BARÁTTUMENN 253 getur jafnvel orðið þrándur í götu þess málefnis, sem hún átti að gagna. Einmitt á trúmálaþingi eins og þessu, þar sem vér eig- um þess kost að kynnast menntuðum mönnum af ýmsum trúarbrögðum, ætti oss að geta orðið það Ijóst, að öll trúarbrögð hafa lagt eitthvað af mörkum, ekkert þeirra á alla dýrlingana. Og með þvi að bera saman trúarbrögð vor, ættum vér að geta bjargað oss frá hinum þröngsýna nágranna-krit og hreppapólitík, sem löngum hefir ríkt í trúarbrögðum, þar sem einn þykist hafa fengið opinber- aðan allan sannleikann, en heldur, að hinn vaði í óguðlegri villu og svíma. Skynsamlegra er það, sem Alexandríu- Clemens sagði forðum, að frá upphafi hafi Guð löngum opinberað sig öllum almennilegum mönnum. Svo mælti Radhakrishnan og margt annað sagði hann skynsamlegt. ^araforseti Indlands. Áður en ég skilst við Radhakrishnan, vil ég geta þess, að hann er nú í dag talinn með allra merkustu heimspek- ingum veraldarinnar. 1 ritsafninu The Library of Living Philosophers, þar sem komið hafa út rit um John Dewey, Santayana, Whitehead, Bertrand Russel, Albert Einstein 0- fl., hefir nýlega verið gefið út geysimikið rit um hann og kenningar hans: The Philosophy of Sarvepalli Radha- krishnan (New York, Tudor Publishing Co. 1952). 1 bessa bók, sem er 883 bls. í stóru broti, hafa 23 heims- kunnir fræðimenn ritað ýmsa þætti um heimspeki Radha- krishnans, og sjálfur á hann þarna tvær miklar og merki- legar ritgerðir, og kallast önnur Trú andans og lwers ver- öldin þarfnast, en hin Gagnrýnendum svarað. Nærri má geta, að hér er margt umhugsunarefni, gimilegt til fróð- teiks, því að þessi maður er einn af mestu fyrirmönnum síns kynstofns, var um mörg ár náinn kunningi og vinur Tagores og Gandhis (um þá báða hefir hann skrifað bæk- Ur), og nú síðast hefir Nehru kvatt hann til ýmissa trún-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.