Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 45
SÉRA ÞORVALDUR JAKOBSSON 283 Melstað, er síðar (1875) kvongaðist hálfsystur hans, Sigríði Jónasdóttir. Þar lærði hann undir skóla. Hann varð stúdent 1881 og lauk guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 5. sept. 1883. Sama ár, 10. sept., var honum veittur Staður í Grunnavik og Hgður 16. s. m. Eftir 1 ár sótti hann þaðan um Brjánslæk °g var veittur hann 28. maí 1884. Þar var hann prestur í 12 ár og bjó 3 árin fyrstu á Haukabergi, en síðan i Haga. Á þeim árum þjónaði hann einnig Otrardalsprestakalli hátt á annað ár. Hinn 26. ágúst 1896 var honum veittur Sauð- lauksdalur og var hann þar prestur, unz hann fékk lausn frá embætti 20. desember 1919. Siðan gerðist hann kennari við gagnfræðaskólann i Flensborg í Hafnarfirði 1921—1934. Auk Prestsembættisins gegndi séra Þorvaldur ýmsum merkum störfum vestra, svo sem í amtráði Vesturamtsins, í sýslunefnd ^estur-lsafjarðarsýslu í 33 ár o. fl. Séra Þorvaldur naut mikilla vinsælda og virðingar af sókn- arbörnum sinum og stundaði embætti sitt af frábærri skyldu- rækni og miklum dugnaði. Á vetrum varð hann oftast að ganga á annexíurnar, en það vílaði hann ekki fyrir sér, jafn- vel í miklum fönnum; hann vildi ekki láta sig vanta á kirkj- urnar, ef aðrir gátu komizt þangað. Kirkjusóknin var þvi frá- bærlega góð alla hans prestsskapartíð. Hann bar mikla tryggð °g hlýju til sóknarbarna sinna, eftir að hann flutti hingað suður, og fylgdist vel með lifskjörum þeirra. Þau voru því tiðir gestir á heimili hans hér syðra og var tekið þar af ein- l*gri gestrisni og viðmótshlýju. Nokkuð mun séra Þorvaldur hafa stundað unglingakennslu á prestsskaparárum sínum, enda hafði hann miklu af að teiðla. Hann var kunnáttumaður mikill í tungumálum, sér- staklega í íslenzku og fornmálunum, sögu og ættfræði og ágætur stærðfræðingur. 1 Flensborgarskóla mun hann aðal- lega hafa kennt íslenzku og stærðfræði. Við síðustu skóla- uppsögn á yfirstandandi vori færðu 25 ára gamlir nemendur sóra Þorvalds Flensborgarskólanum nokkra fjárupphæð í sjóðs- stofnun til minningar um séra Þorvald. Það sýnir bezt, hversu Vel hann var látinn sem kennari, enda var hann ekki aðeins öúkiU kunnáttumaður í þeim greinum, er hann kenndi, held- Ur ávann hann sér einnig virðingu og traust nemendanna t^eð mildum aga og mannúðlegu viðmóti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.