Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 50
288 KIRKJURITIÐ theol. Þá skiptust á erindi og söngur. Guðmundur Þorsteins- son stud. theol. talaði um kristindóminn og æskuna, Sigurður Haukur Guðjónsson lýsti fundarhöldum Bræðralags og séra Árelíus Níelsson ræddi um frjálslyndi í trúmálum. Að lokum flutti Grímur Grímsson stud. theol. bæn. Kvöldvakan þótti takast ágætlega. Séra Magnús Guðmundsson, prestur í ögurþingum, var 2. maí kosinn lögmætri kosn- ingu prestur í Setbergsprestakalli og hefir fengið veitingu fyrir því prestakalli frá 1. júní að telja. Orn Friðriksson guðfræðikandidat var 2. maí kosinn lögmætri kosningu prestur í Skútustaðaprestakalli og hefir fengið veitingu fyrir því frá 1. júní. Nýir prófastar. Séra GarSar Þorsteinsson hefir verið skipaður prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi frá 1. maí að telja. Séra SigurSur Ó. Lárusson hefir verið skipaður prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi frá 1. júní. Séra Eirikur Stefánsson, prófastur að Torfastöðum, hefir fengið lausn frá prests- og prófastsstörfum eftir 48 ára þjón- ustu frá 1. júlí að telja. En jafnframt hefir hann verið settur til þess að gegna hvoru tveggja embættinu fyrst um sinn. Er sú ráðstöfun gjörð með tilliti til skipunar á málum hins nýja Skálholtsprestakalls. Séra Jónmundur Halldórsson, prestur að Stað í Grunnavík, hefir fengið lausn frá prests- skap eftir meira en hálfrar aldar þjónustu. Hann hefir síðustu árin verið elztur þjónandi presta á íslandi. Á.G. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð eins og áður kr. 25.00. Afgreiðsla hjá Elízabet Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.