Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 34
272 KIRKJURITIÐ VL Vér útnesja og afdala menn hugsum gott til stjórnar- sáttmála síðasta sumars, hvað rafvæðing dreifbýlisins snertir. Það fer alda fagnaðar og tilhlökkunar um barn og fullorðinn, þegar hugsað er og horft fram í tímann, er ylur, Ijós og orka streyma um stofur og ganga, fjós og fjárhús, hesthús og hlöður, skúra og skemmur, búr og bæjahlöð hinna dreifðu býla. Kulnaðar vonir vakna á ný og óskasýnir birtast. Kannske á sveitin eftir að verða sam- keppnisfær við bæina um menningartæki og tækni og hvers kyns framfarir og lífsþægindi, sem hverjum tíma tilheyra. Kannske er það aðeins fyrirbrigði deyjandi tíma, þegar þjónandi presti í víðlendu prestakalli og um leið prófasti í einu erfiðasta prófastsdæmi landsins til yfir- ferðar er neitað um innflutning á bíl, sem honum kemur að fyllstu notum á embættisferðum um prestakall sitt og prófastsdæmi? En ég sótti fyrir skemmstu um innflutning eða kaup á bifreið, sem hefir drif á öllum hjólum, en inn- flutningsnefnd, sem við umsókninni tók, hafði því einu til að svara, — og skal hún sizt ásökuð, — að fyrir sig hefði verið lagt af hæstvirtri ríkisstjórn, að mér er tjáð, að veita um sinn engum leyfi fyrir bíl! Þannig hljóðaði boðorðið það. Mér var hugsað til starfsbræðra minna og samlanda í Vesturheimi, er ég að lokinni jarðarför í Saurbæ, sem að framan greinir, stóð uppi í reiðileysi, hringjandi í ýmsar áttir til að ná í farartæki, en allt án árangurs, og að lok- um tekinn upp af götu sem gustukamaður og fluttur áleiðis, en aðrir látnir bíða mín vegna, sér til óþæginda. Ég efast um, að þeir hefðu trúað slíkri sögu, þótt í tal hefði borizt milli okkar á síðastliðnu sumri, er við svo oft áttum tal saman. Þar var það svo sjálfsagður hlutur, að hver prest- ur hefði sinn sérstaka bíl, sem hann átti sjálfur, og gat komizt á um allt prestakall sitt á sem skemmstum tíma, að það tók ekki að ræða það mál. Nú er það að vísu svo, að ég hefi átt bíl um nokkur undanfarin án, en það er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.