Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 23
jSólmur Þótt þrengingar, háðung og harmar oss heim geti víslega sótt, hið neðra eru eilííir armar, sem uppi oss bera um nótt á hatsjónum þungbærra þrauta: Guð þekkir oss, hvern einn, og veit um böl vorra jarðnesku brauta og brennandi andvörpin heit. Guð þekkir hvern einstakan, alla, og elskar sín táráðu börn, — hann reisir þá fúslega, er talla í freisting um mannlífsins hjörn. Hann heldur í máttugri hendi á heimanna gjörvallri mergð. Vér vitum ei upphaf né endi á eilífðar þrotlausri ferð. Guð drottinn er dýrðlegur máttur og dásamlegt kærleikans haf. Það heyrist hver hjartnanna sláttur hjá honum, sem lífið þeim gat. Oss máttvana mannanna sonum hann miðlar æ krafti og hlíf. Vér lifum og hrærumst í honum, og hann er vor sól og vort líf. Jakob Jóh. Smári.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.