Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 39
FRUMVARP 373 hans, og þægilegra fyrir prestana flesta að ná fundi hans þar. Kirkja nútímans verður vel að gæta sín fvrir því, að biskupar hennar verði nokkurs konar sögulegir minjagripir til þess að halda uppi fomri frægð einstakra staða. Þeir verða að vera starfandi menn, og til þess verða þeir að vera í miðstöðvum athafnalífsins. Um 10. gr. Gefur ekki tUefni til athugasemda. Um 11. gr. Ekki kemur til greina annað en skipta sjóðum þeim, er einstakar kirkj- ur eða aðrir ákveðnir aðilar eiga, eftir að biskupsdæmin hafa verið að- skilin. Hinn almenni kirkjusjóður t. d., sem hér kemur sérstaklega til greina, er eign einstakra kirkna, og er ekki um annað að ræða en að viðkomandi biskup hafi umráð hans. Sjóður Strandakirkju er nú lang- stærstur, en aldrei er hægt um það að segja, hvaða kirkjur aðrar gætu eignazt sérstaldega mikla sjóði. Verður að gilda reglan „þeim happ, sem hlýtur“. Verði einhver kirkja sérstaklega rík, kemur það fyrst og fremst til góða því biskupsdæmi, sem hún tilheyrir. Hér er þó sett ákvæði, sem gerir mögulegt, að önnur biskupsdæmi geti notið góðs af, ef þörf er þar mikið meiri. Um sjóði, sem kirkjan öll á, er á hinn bóginn ekki óeðlUegt, að Höfuðbiskup hafi stjóm þeirra. Um 12. gr. Gefur ekki tilefni til athugasemda. Um ákvæði til bráðabirgSa. Hér getur fleira en eitt til greina komið. Fordæmi sýna, að þegar lög eru sett um nýja skipan mála og embætti, eins og var hér t. d. 1904, urðu þeir embættismenn að víkja, sem fyrir vom, og það landsins æðstu °g beztu menn, svo sem landshöfðingi og amtmenn. Hér er hins vegar gert ráð fyrir, að núverandi biskup geti, ef hann óskar, gengið inn í Höf- uðbiskupsembættið án kosningar. Ætti að fresta öllum ráðstöfunum á biskupsembættum, ef þau losna, ef hugur er á því að gera á þessum málum nýskipan.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.