Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 35
FRUMVABP 369 mála í nágrannalöndum. En það er óhætt að segja, að mikil breyting hefur orðið á tilhögun málsmetandi manna frá því er tillögur voru jafn- vel uppi um það að leggja niður hið eina biskupsembætti eða sameina það öðru embætti. Þessar tillögur áttu þó jafnan litlu fylgi að fagna. í seinni tíð hefir á hinn bóginn einkum verið talað um þörfina á því að fjölga biskupum. Hafa þær tillögur verið í þá átt að endurreisa með nokkrum hætti hina fonni biskupsstóla og hafa tvo biskupa, svo sem áður var. Við lihð hins þjóðernislega sjónarmiðs að endurreisa hina fornu biskupsstóla hefir ekki síður vakað fvrir mörgum þörfin á því að efla kirkjuna með fjölgun starfsmanna og betri aðstöðu. Komu þessi sjónar- mið skýrast fram í frumvarpi, sem fram var borið á Alþingi 1941. Eftir því átti að hafa tvo biskupa, Skálholtsbiskup með búsetu i Reykjavík og Hólabiskup með búsetu á Akureyri. Vígslubiskupa átti að hafa sem áður. Hólabiskupsdæmi átti að taka yfir Norðurland og Austfirði. Eins og þá var skipað í landinu, hefði Skálholtsbiskupsdæmi haft 14 prófastsdæmi og 84.334 íbúa, en Hólabiskupsdæmi 7 prófastdæmi og 35.930 íbúa. Frumvarpinu var i raun og veru vingjarnlega tekið á Alþingi, þó að það væri afgrcitt með dagskrá A siðustu tímum hefir endurreisn Skálholtsstaðar verið mjög ofarlega a baugi. Hefir Skálholtsfélagið fylgt þvi máli fram af mikilli atorku, haldið Skálholtstíðir og safnað fé. Níu alda afmæli Skálholtsstaðar á þessu ári herti á mönnum, og Alþingi og ríkisstjórn brugðust mjög vel við um endurreisn staðarins. Skipað var m. a. nefnd til þess að standa fyrir framkvæmdum, og riflegt fé var veitt til húsagerðar og annarra um- bóta á staðnum og til veglegra Ihátíðahalda á sjálfu afmælinu. Auk þess var samþykkt á Alþingi svolátandi ályktun: >,Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp um endurreisn biskupsstóls í Skálholti". Við þetta hefir máhð komizt inn á nýja braut að nokkru leyti, að uunnsta kosti ef svo er litið á, að með „endurreisn biskupsstóls í Skál- holti“ sé átt við það, að biskup skuli eiga aðsetur í Skálholti. Eins og kunnugt er, hefir mjög mikill hluti þjóðarinnar nú sezt að í Reykjavík °g nágrenni hennar, og ekkert lát virðist enn vera á þeirri þróun. Þetta veldur því, að ekki getur komið til mála annað en að biskup eigi sæti 1 Reykjavík, þar sem reynslan sýnir, að hann þarf á degi hverjum að heita ma að sinna ýmsum störfum, sem ekki verða annars staðar af höndum leyst. Væri það því sýn afturför í stjóm kirkjunnar og miklu verr farið en heima setið, ef biskupsstóll væri fluttur frá Reykjavík til Skálholts, hversu sem menn viðurkenna foma helgi og sögulega frægð Skálholts- 24

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.