Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 16
62 KIRKJURITIÐ „nýlenda himinsins". Mótsetning þessarar myndar Nýja testa- mentisins við sundrung kristinna manna nú var ein af höfuð- orsökum þess, að kirkjunum virtust þær vera knúðar til þess að bindast samtökum um að stofna Alkirkjuráðið. Aðalmarkmið Alkirkjuráðsins er því það að sameina kirkjur, sem áður hafa verið klofnar hver frá annarri sökum ólíkrar guðfræði, guðsþjónustusiða, kirkjumenningar, liðinnar sögu og ýmsra annarra veraldlegra hluta. Einingin rís við kærleika Guðs í Jesú Kristi, sem tengir kirkjumar við hann og hverja annarri. Alkirkjuráðið ber vitni um þrá til þess, að kirkjurnar verði tengdar Kristi nánar og við það einnig nánar hver annari. Tengdar bandi kærleika hans munu þær alltaf þrá að biðja hver fyrir annarri og bera byrðar hver annarrar og breyta þannig eftir lögmáli Krists. Skipulagsskrá Alkirkjuráðsins, sem sett var á stofnfundinum 1948, telur hlutverkin sjö, sem kirkjunum séu falin og lýsi störf- um ráðsins: 1. Að halda áfram starfi veraldarhreyfinganna beggja: „Trú- ar og skipulags“, „Lífs og starfs". 2. Að auðvelda samvinnu kirknanna. 3. Að efla sameiginlegt nám og rannsóknir. 4. Að glæða meðvitund manna innan allra kirkna um alkirkju- hreyfinguna. 5. Að treysta sambönd við trúarbragðaflokka um heim all- an og alkirkjuhreyfingar 6. Að kalla saman heimsþing til þess að ræða sérstök mál, er þörf krefur, og hafi þingin umboð til þess að auglýsa úr- skurði sína. 7. Að styðja kirkjurnar að boðun fagnaðarerindisins. Einingu í því nauðsynlega, frelsi í vafamálum, — en kærleika í öllum hlutum. — Frá 17. öld. ☆ Gæti nokkru sinni sorgar og blygðunar á himnum, er manni ljóst, að svo mun vera, þegar kristnir menn, sem eiga að líta hver á ann- an sem bræður og vini, fara í hár saman og jafnvel berast á bana- spjót. — Pestálozzi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.