Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 7
Kirkjuritið 149 Það segir svo í heilagri Ritningu: „Verið minnugir leið- toga yðar, sem orð Guðs hafa til yðar talað; virðið fyrir yður, hvemig ævi þeirra lauk, og líkið síðan eftir trú þeirra“. Ég minnist leiðtoga míns og vinar, er ég lít yfir 63 ár ó- slitinnar vináttu. Sú vinátta hófst, er ég missti föður minn. Andaðist hann skyndilega. Næsta dag kom Friðrik Frið- riksson stúdent í heimsókn. Þetta voru okkar fyrstu sam- fundir. Lýsir þetta vel Friðrik Friðrikssyni. Ótiikvaddur kom hann til hinna sorgbitnu. Frá þeirri stund hefir hann verið leiðtogi minn og vinur. En hvernig er leiðtoganum lýst? Minnist þeirra, sem Guðs or8 liafa til yðar talaS. Þannig minnist ég séra Friðriks. Ég var í Dómkirkjunni 14. október árið 1900, og fylgdist vel með því, sem þá gjörð- ist. Þá tók síra Friðrik prestsvígslu. Var hann vígður af Hallgrími Sveinssyni biskupi, og með Friðrik voru vígðir séra Jónmundur Halldórsson og séra Ólafur Briem. Þá pré- dikaði séra Friðrik og lagði út af orðunum: „Hvað virðist yður um Krist?“ Þá heyrðu menn hið skýra svar unga prestsins, og hafa hlustað eftir hinu sannfærða og sannfærandi svari á liðnum 60 árum. Hér var sá maður, er taldi sér það hinn mesta heiður að vitna um náð Drottins. Þann boðskap hefir hann flutt í Dómkirkjunni, þar sem hann gegndi prestsstarfi um nokkurt skeið, þetta fagnaðarerindi hefir hann boðað þar sem hann hefir haft prestsstarf með höndum, og í ævilöngu starfi K. F. U. M. og K. til heilla. Það var sagt af Drottni um Pál postula: „Hann er mér utvalið verkfæri til þess að bera nafn mitt fram“. Séra FriSrik hefir um langa œvi boriS nafn Drottins fram. Avallt hefir það verið aðalatriðið. Hann hefir verið prestur, framkvæmdastjóri K. F. U. M. og K., skáld, rithöfundur, en umfram allt þjónninn, sem kallaði á mennina, sendur til þeirra til þess að bjóða þeim til hátíðar, svo að þeir skyldu snúa baki við myrkrinu, og fagna birtunni frá hinu undur- samlega ljósi. Séra Friðrik hefur aldrei sótt um embætti. En hann hefur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.