Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 16
158 K i r k j u r i t i ð Þitt líf er því mitt ég lifi og dey fyrir málefni þitt, á undan þú gengur, á eftir ég fer, og allt mun ég sigra að iokum með þér. Minn dýrðlegi Jesús, ég dásama þig, í dýrð leið þú mig. Lofaður sé Guð og faðir Drottinn vors Jesú Krists. Náð lét hann oss í té í hinum elskaða, en í honum eigum vér endurlausnina, fyrir hans blóð fyrirgefning afbrotanna, sam- kvæmt ríkdómi náðar hans, að vér, sem setjum von vora til Krists, skyldum verða dýrð hans til vegsemdar. Lof og dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda, og eilíf þakkargjörð um aldir alda. Amen. Draumsýn Andinn nemur í andartaki óravegu að baki. En ilmur aldanna angar í blómi dagsins og fegurð hins fölnaða blóms fullkomnast í roða sólarlagsins. Himininn vakir í húmi nætur og huggar um síðir hvert barn sem grætur. IJIjur Ragnarsson, lœknir.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.