Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 7
Valdemar V. Snævarr, skólastjóri og sálmaskáld. F. 22. ág. 1883. D. 18. júlí 1961. EnGU riti stendur það nær en Kirkjuritinu að minnast Valdemars Snævars. Hann sendi því marga af sálmum sínum, sálmaþýðingar og erindi. Og allt æfistarf lians var með ein- hverjum liætti lielgað kristni og kirkju Islands. Hann tók niikinn þátt í kirkjulegum fundum, og þótti þar jafnan au- fúsugestur. Gleymdist þá ýmsum, að hann var ekki vígður prestur, og varð það að nefna hann séra Valdemar. I.ýsir það betur afstöðu hans en langt mál. Prestunum fannst liann vera einn úr flokki þeirra. ★ Æskuhugsjón hans var sú að gerast prestur, og mun hún jafnvel hafa sett svip sinn á bernskuleiki lians. Hefur svo farið ýmsum ágætum mönnum kirkju vorrar. En ekki voru miklar liorfur á því, að hug- sjónin gæti rætzt. Faðir hans dó á næsta ári eftir fæðingu hans, og móðir hans barðist í sárri fátækt fyrir uppeldi hans. Atti hann löngum erfitt í uppvextinum, enda var oft hart í ári á þeim tímum. Loks kom þó þar, að liann fékk inn- göngu í Möðruvallaskóla og varð gagnfræðingur þaðan á 18. ári með miklu lofi fyrir skarpar námsgáfur og skyldu- rækni. Næstu sjö árin stund- aði hann framhaldsnám. En

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.