Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ 353 slíkrar byltingar hvergi brýnni þörf en á siðgæðissviðinu, þar sem sýndardyggðir eru í þann veginn að kæfa siðgæði hjartans og sannfæringarinnar. Sú siðgæðisorka, sem losnar úr læðingi með auknu frelsi kvenna og vaxandi þátttöku konunnar í menningarþróuninni, gæti e. t. v. hafið siðgæðið á æðra stig, rækt siðgæði hjartans í stað sýndardyggða hræsninnar. Séra Jóhann nefnir nokkra isma, sem liann telur liafa villzt sýnilega af vegi kristninnar, enda sé siðgæði þeirra eftir því. Eg gæti bætt nokkrum nærtækari nöfnum við upptalningu hans, ef ég hefði ekki löngu glatað þeirri harnatrú, að liafrar væru verri dýr en sauðir. Ég trúi ekki á þau vísindi að meta siðgæði manna eða trúarsannfæringu með ismastimplun. Með slíkum slagorðum er mörgum göfugum manni gert rangt til. Einum þessara isma fékk ég að kynnast all-rækilega. Að því er trú og sýndardyggð varðar, er hann miklu heppilegra dæmi fyrir miim málstað en fyrir málstað séra Jóhanns. Nazisminn er sýndardyggðin dæmigerð, útfærð í heimsskoðun og stórpóli- tík. Nazistar litu á sig sem guðs útvöldu. Höfuðpaurar þeirra töluðu sífellt um handleiðslu guðs, forsjón guðs og það lilut- Verk, sem guð liefði fengið þýzku þjóðinni. Það má nefna til daemis helgislepju þeirra, að þeir nefndu kirkjugarð ávallt guðs-akur (Gottesacker), orð, sem annars var fágætt í málinu. f augum almennings var nazisminn hákristileg stefna, sem heindist gegn liinum guðlausa kommúnisma. Árekstrar, sem urðu milli nazismans og ýmissa leiðandi manna lir kirkju, liá- 8kólum og af liverju menningarsviði, eru einmitt árekstrar milli Iiins opinhera sýndarsiðgæðis, sem lætur sér nægja játn- "tgu varanna, og siðgæðis lijarlans, senr sprettur fram úr hfandi sannfæringu og heimtar manninn allan“. Fyrirbœnir Ég greip af hendingu niður í ævisögu Sigurðar Ingjahls- sonar á Balaskarði og rakst þá m. a. á þessi tvö dæmi um bæn- llla, sem eru hvort tveggja nokkur ahlarspegill og áminning. Það fyrra er tekið úr frásögu Sigurðar um vist hans á ein- •oastraðri jakt, Fannýju, sem Geir Zoega og fleiri áttu, en Sig- l,rður Símonarson stýrði. 23

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.