Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 25

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 25
Sr- Jón Bjarnason. sérprentuð ádeiluritgerð eftir sr. Jón ^iarnason, er nefndist „Nauðsynleg hugvekja,“ — og birtist upphaflega í s'ðara árgangi Framfara. Hitt ritið var A|fnanak fyrir árið 1880. í því eru, auk r|msins, nokkrar smágreinar tii fróð- Jsiks og upplýsingar fyrir landnemana. 71- a. er þar gerð nokkur grein fyrir elztu kirkjudeildum í Ameríku. — ®ði voru þessi smárit prentuð árið 1879. Þriðja atriðið, sem mig langar svo til nefna, er miðaði til andlegrar upp- yggingar, var stofnun skóla. Tveir arnaskólar komust þegar á fyrstu ár- Unum á fót, — annar pð Gimii, sem ®iginlega var frá upphafi höfuðstaður ýja-islands, — og að Lundi við ís- 'endingafljót. — fjórða lagi var svo mjög snemma afizt handa við stofnun lestrarfélaga. 9 til marks um lestrarfýsn iandans geta þess, að Dufferin lávarður, Sem þá var landsstjóri í Kanada, taldi, þegar hann heimsótti Nýja-ísland árið 1877, að það einkenndi þetta [slenzka landnám öllu öðru fremur, að hversu fátæk sem heimilin annars væru þá fyndist þar ekkert hús, að eigi væri þar eitthvað af bókum. í fimmta — og síðasta lagi — voru svo kirkju- og trúmálin ofarlega í hug- um manna í Nýja-islandi, eins og þeg- ar hefir verið á minnzt. Þegar í apríl- mánuði árið 1877 var farið að halda fundi og ræða um þau mál. Kom þar í Ijós mikill og eindreginn vilji nýlendu- búa til að mynda söfnuði, fá prest — eða presta, hefja síðan kirkjubygg- ingar eftir þörfum — og efla kristilega starfsemi. En á meðan engir vígðir prestar voru ennþá fengnir, — gerðist það, bæði í Nýja-islandi og víðar þar, sem íslenzkir landnemar höfðu tekið sér bólfestu, að heimilisfeður og hér- aðshöfðingjar fluttu Guðs orð — og söfnuðu mönnum saman í kristileg fé- lög. — Þar iét hinn almenni prest- dómur kristninnar sig ekki tii skammar verða. í fyrri grein minni í Kirkjuriti um í Nýja-íslandi minntist ég allnáið þeirra tveggja presta, sem þar tókust fyrst á hendur kirkjulega þjónustu með al landa sinna, — sr. Jóns Bjarna- sonar og sr. Páls Þorlákssonar. Þar gerði ég einnig grein fyrir frumkvæði þeirra — og forystu í hinum miklu trúmáladeilum, sem ég minntist áðan á, — og hinum afdrifaríku afleiðing- um þeirra. — Um þau atriði verður því ekki fjallað hér. En eins og gefur að skilja litu menn þessar trúardeilur næsta misjöfnum augum, þegar þeir síðar á ævinni horfðu um öxl og minntust þeirra. — 183

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.