Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 32
eitthvað áþekkur því, sem menn hugsa sér Jóhannes skírara, óhreinn, úfinn og villimannlegur, en þó um leið gáfu- legur og með göfugmannlegt yfirbragð, sem ekki er hægt að lýsa. Við mót- mæltum því að þiggja þessa þjónustu, og ábótinn sjálfur vildi heldur ekki, að hinn „andlegi faðir“ leggði svo mjög að sér. En hinn einkennilegi munkur var ekki aðeins vinnufús, heldur og viljasterkur, vísaði hann því öllum and- mælum á bug og hélt áfram að tína saman dótið. Það var ekki fyrr en seinna, að mér varð það Ijóst, að þessi munkur var sjálfur Habakúk, sem for- stjóri ferðaskrifstofunnar hafði áður talað um við mig. Sem sagt, nafn spá- mannsins, sem við könnumst við sem Habakúk, er Abakuk á forngrísku, með áherzlu á síðasta atkvæðinu, og breytt- ist nafnið síðan í framburði og varð Awakúm. Ferðastjórinn hafði lagt áherzlu á það, að þegar við kæmum til klaustursins, mættum við ekki gleyma að kynnast Awakum, og hló hann við um leið, svo að við fengum strax þá hugmynd, að Awakum væri persóna, sem vert væri að kynnast. Nú sáum við með eigin augum, að þessi maður var sæll í starfi sínu, já meira en það, að hann bjó yfir ástríðu til að veita þjónustu, hversu lítilfjörleg, sem hún kynni að vera. Er á daginn leið, vorum við boðnir til kvöldverðar á heimili ábótans. Veit- ingar voru ríkulega fram bornar, reyndar allt um of. Laura er augsýni- lega auðugt klaustur, og virðast vist- menn þar fara hver sína leið í mat og drykk, í stað þess að hafa sam- eiginlegt borðhald, eins og jafnan tíðk- ast á slíkum stöðum. Menn þurfa að 190 hafa hér allmikil efni til að geta veitt sér það fæði og þjónustu, sem þeir óska, og er hér vafalaust um frávik að ræða frá hinni upphaflegu bræðra- hugsjón klausturmanna. Við sátum í lágri og látlausri stofu. í einu horni hennar var inngangur í eldhús, þar gat að líta eldstæði múrað í vegg, og opinn eld, þar sem kjötið var steikt. Margir réttir voru bornii' fram, en á milli þeirra drukku menn Ijúffeng og sterk vín. í eldhúsinu störf- uðu margir þjónustufúsir andar, menn sem höfðu því hlutverki að gegna að undirbúa og bera matinn til borðstofu- Okkur fannst það dálítið skringilegt að matreiðslumaðurinn var nefndur Laz- arus. Ávallt þegar einhvers var þörf, gall við hrópið Lazarus, LazarusH Minnti það okkur dálítið óþægilega á gömlu söguna um fátæka manninn, sem lifði af molunum af borði hins ríka. Sú gamla saga stjakaði við okkur matgoggunum, eins og henni er líka ætlað að gera þar, sem ríkir menn og eigingjarnir eiga í hlut, svo að okkur varð á að spyrja með sjálfum okkur: Er hér nokkur æðri áhorfandi? Að loknu borðhaldi lagði ábótinn svo fyrir að Awakum skyldi kvaddur til fundar við okkur, en hann var Þa staddur í herbergiskytru sinni, sem var þar nálægt. Okkur fannst Þa® næsta kynleg og hvimleið ákvörðun að láta kalla á meinlætamanninn, ein- mitt á þeirri stund, er við fundum t'1 þess, að við höfðum borðað meira sn góðu hófi gegndi. En ábótanum var það áhugamál, að frægur prófessor frá Aþenu, sem var staddur meðal borðs- gesta, skyldi fá tækifæri til að kynn- ast sérstæðasta manni klaustursins-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.