Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 63

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 63
Svo sem aldrei annars, hvorki fyrr né síðar. En táknmál þetta er einnig notað til þess að lýsa einstökum viðburð- um. i öllum guðspjöllunum lesum vér um það (þótt frásagan sé ekki alls staðar eins), er Jesús var skírður og >.sá himnana Ijúkast upp og andann stíga ofan eins og dúfu yfir hann“, um ieið og rödd af himni talaði. Hætt er við að fátt verði um svör, ef vér spyrj- um hvað þarna hafi gerst, sem mátt hefði festa á myndfilmu eða segul- bandsspólu, hefðu slík gögn verið hendi nær. En í dýpri og raunverulegri skilningi var ,,það, sem raunverulega 9erðist“ ákaflega þýðingarmikið. Þetta var „sögulegur viðburður“. Hann var vatnaskil í ferli Jesú og meginstað- reynd í þeim samskiptum tveggja heima, sem Jóhannes talar um. Sannri uterkingu atburðarins verður aðeins ^°mið til skila með hjálp áhrifamikils °9 hátíðlegs táknmáls. Jóiafrásagnirnar hjá Matteusi og Lúkasi, sem eru forleikur að starfsferli Jesú, eru ríkar af myndum af heimi 'jóSsins. Englar vitja manna, draumar rætast, blikandi stjarna í austri boðar f*ðingu frelsarans þráða, sem fagn- aö er af hreimskærum englakór — og eifa gerist, sem vér þekkjum svo vel er jólasálmum og helgileikjum. Vitan- e9a búa hér staðreyndir að baki, en Var skal draga mörkin milli þeirra °9 táknsins, Ijóðsins? Það, sem sögu- ^ennirnir ætla myndmálinu að tjá, er a® testarmær smiðsins ól son og sú ®Sing var þáttaskil í sögunni, þegar ^er hefum í huga það, sem síðar varð. ^ðing þessj varg Upphaf nýlundu: atburðirnir, sem fylgdu, birtu samskipti tveggja heima, svo ekki varð um villst. Þetta táknmál er umfram allt af heimi Ijóðsins. Hér er ekki um að ræða flótta á vit hugarburðarins. Rýning stað- reynda er öll á dýptina, ekki yfirborðs- leg. Þetta skyldi haft í huga, þegar kraftaverka-frásagnirnar eru skoðaðar, en þær skipa einmitt veglegan sess í guðspjöllunum. Jóhannes er ekkert feiminn við að líta á þau sem tákn, symból. Þó ekki svo að skilja, að hann efist um að þau hafi gerst. En merk- ingin var honum meira áhugamál en viðburðirnir sjálfir. Þegar Jesús lækn- ar blinda, þá er það ,,tákn“ þess, að hann lætur í té andlega ,,upplýsingu“. (Vér sjáum, að táknmálsins verður vart í tungutaki voru.) Þegar hann mettar mannfjöldann með skoplitlum nestisbita brauðs og fiskjar, þá er það ,,tákn“ þess, að sjálf tilvist Krists er næring sálu mannsins. í Jóhannesar- guðspjalli rennur táknmálið saman við guðfræðina. Svo er og í eldri guð- spjöllunum, þótt á einfaldari og kannski barnalegri hátt sé. Hvert sem gildi kraftaverkafrásagnanna kann að vera að öðru leyti, þá er eitt víst: öllum er þeim ætlað að bera vitni um það, að í Jesú opinberaðist nálægð Guðs, veldi hans og máttur. Þannig var það frá öndverðu. Þannig höfðu menn fest sér það í minni. Lesi einhver kraftaverkafrásagnirnar í guðspjöllunum sem myndræn tákn um kraft þeirrar andlegu endurnýjun- ar, sem fyrstu, kristnu mennirnir hlutu í kynnum sínum við Jesú, — og lesi einhver þær án þess að spyrja, hvort þær hafi í raun og veru gerst ná- 221

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.