Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 2
146 NYJAR KVÖLDVÖKUR. um skýjabakkanum, en bærinn kafaði smásam- an upp úr myrkrinu þegar eldingum brá fyrir í Iofti. En áður en rigna tók, mátti sjá á lofti sjónir þær, er urðu til þess, að þeir félagar stóðu við um stund. í suðri var tungl á lofti og skein skært innanum blikandi stjörnurnar; í norðri var biksvartur skýjabakki, hlaðinn skrugg- um og eldingum, og óð fram eins og makt myrkranna á hendur sonum ljóssins. Ljósaköst- in yfir sjö hæða borginni voru altaf að breyt- ast. Tunglsbirtan að sunnan varp silfurglampa yfir þá hlutana, er hærra stóðu, en undarleg- um skuggaköstum brá yfir á milli, þegar tungl- ið fór að vaða í skýjum þeim er að norðan komu; en svo vörpuðu eldingarnar brennisteins- gulum, rauðura og bláum glampaköstum yfir þá á milli. Reir félagar stóðu á brúnni um stund og horfðu á spegilmynd brekkunnar í sundinu; en það var enn alþakið bátum og Ijósahringur mikill alt í kring. Gullhornið speglaði baráttu þá er fram fór á himni; bárurnar köstuðu titr- andi silfurbliki tunglsins frá sér og fóru að bæra á sér við skrugguganginn. Sléttur sæflöt- urinn virtist hrinda skruggunum til baka aftur. Svo gengu þeir aftur upp til Galata og Pera og námu enn staðar. Stundum sveipaðist Ægisif myrkri, en stundum stóð hún þar sveipuð blá- hvítum glampa og mótaði skarpt fyrir turnum og hvelfingum. Ennþá var tunglskin yfir sold- ánahallarásnum. Upp yfir dökkar undirbygging- ar garða og grafreita og timburbákna gnæfðu snjóhvítir múrarnir og mörg bænhús var á bak við að sjá. Svo sló skugga yfir, skýin dró al- veg fyrir tunglið og alt var f kolamyrkri. Stór elding fór glampa.ndi í krókum beint ofan í marmarahafið og glumdi um leið há þruma heim að landi evrópumegin, svo að undir tók í hálsum Asíu beint á móti. Svo fóru að falla dropar úr lofti; fóru þeir þá að hraða sér heim félagar. »Við erum nokkuð seint fyrir,« sagði dr. Múller; »við sleppum ekki heim þurrum fótum.« Þeir gengu hratt eftir þröngu stræti og þreifuðu fyrir sér með stöfum og til þess að fæla hundana frá í myrkrinu. Aftur sló niður stórri eldingu og þruman dundi þegar á eftir henni. »Sáuð þér það?« sagði dr. Múller. »Já, það var voðaleg elding,« svaraði Hugh. »Eg á ekki við eldinguna —sáuð þér ekki það sem skauzt yfir götuna framundan okkur?« »Jú, það hljóp þar eitthvað. Rað hefur víst verið stór hundur.« »t*að var enginn hundur. Eg skal segja yður. hr. de Lucy, og þér getið hlegið af því, eða látið það vera, eins og yður sýnist—en eg er dálítið hjátrúafullur. Við ættum að hætta við þessa veiðiför.« »Við skulum reyna að komast áfram. Pv' ættum við að vera að standa hér í hvolfunni? Fyrirburðir eru ekki til nema fyrir þá, sem trúa á þá.« Hugh var alveg hissa á áhyggjusvipnum á félaga sínum. »F>ér getið sagt það sem yður sýnist — en eitthvað var það óhreint,« sagði dr. Múller og gekk áfram, og var auðséð að hann var að reyna að bæla niður ónotatilfinningu. sþað var Gulna, slysaboðinn. Og enginn veiðimaður, sem sér hana á milli tólf og eitt að nóttu, fer á veiðar næsta morgun.« »Hvað er þessi Gulna?« »Eg hef verið oflengi í austurlöndum til þess að hafa ekki orðið fyrir áhrifum af hjátrú austurlandabúa.« »Pér skuluð fá yður Sherry-brandy heima,« sagði Hugh, »og hætta að hugsa um hana þessa Gulnu yðar. Ofurstinn mætir á tilteknum stað og eg vil ekki bregðast honum.« »Nú —jæja þá —« svaraði dr. Múller, -skratta- korni eg er hræddur. Eg hef verið oftar en hundraðsinnum á veiðum í Belgradskóginum.« Peir kvöddust með handabandi við gesta- húsdyrnar og Hugh sagði: ^ »Við sjáumstað nokkrum stundum liðnum.« En rétt í því hann ætlaði að fara inn, heyrðu þeir undirgang á strætinu, og biðu því við.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.