Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 23
EKKJUMAÐURINN. 167 en mér er engin huggun í því. Engill getur ekki hjálpað mér. Englar gera ekki heimilin þægileg, þeir sauma ekki hnappa í fötin eða sjá um börnin. Eg vil heldur eiga aðra eins konu og frú Fische var en bezta engil.« »En þér verðið að gæta þess,« sagði Potts læknir, »að okkar missir er hennar ávinningur.* »Ekki er eg viss um það,« sagði Fischer. Henni leið vel hjá mér þó hún hefði mikið að gera. Rað gekk líka undan henni, þó hún rifist við mig — guð blessi hana — þegar eg stríddi henni eða skammaði vinnukonuna eða börnin.* »Þér lítið með ofmikilli svartsýni á málið,« sagði Potts læknir. »Pað lagast er frá líður.« »Nei,« svaraði Fischer, »það lagast ekki, það fer æ versnandi, unz eg örmagnast undir byrð- inni. Það verður bani minn. Ó að það mætti grafa mig með Henriettu! Eg hef hálft í hvoru hugsað mér að taka inn eitur, til— « í því kom húslæknir Fischers brosandi inn í stofuna. Fischer tók eftir því, hætti við að svara Potts lækni, en sneri sér að húslækninum og sagði hranalega: »Eg veit ekki hversvegna þér getið brosað eins og nú stendur á, Burns læknir; eg skil ekki — « »Jú, því eg hefi gleðifrétt að færa yður,« svaraði læknirinn. »Nei, það getur ekki verið. Góðar fréttir fæ eg ekki framar í þessum heimi.« »Konan yðar lifir.« »Hvað þá?« • Konan yðar lifir,« svaraði læknirinn. »Hún hefir aðeins legið í löngu yfirliði. Eg vona að hið versta sé nú afstaðið, og hún muni brátt komast til heilsu aftur.« ^Fischer þurkaði sér um angun, stakk vasa- ^lútnum niður hjá sér, hleypti í brýrnar og sagði; »Það er þó ekki alvara yðar að segja, að konan mín komist til heilsu aftur?« »Jú, og eg óska yður hjartanlega til ham- >ngju.« »Það er óþarfi af yður að óska mér til hamingju,* sagði Fischer, reis upp og horfði þungbúinn út um gluggann.« Þessu er laglega af sér vikið! Eg þakka fyrir! En þetta er eftir Henríettu! Eg hefði gaman af að vita hver borgar líkkistusmiðnum. Já, það skal hún sjálf fá að gera, og auglýsingarnar og þessar bannsettar vísur, sorgarslæðurnar og hitt ruslið. Annan, eins hégóma hefi eg aldrei þekt. Þetta er kvenfólkinu líkt að lifna aftur, þegar svona mikill undirbúningur hefur verið hafður fyrir jarðarförina. Það má hengja mig upp á það, að — « í þessu kom hattarasveinn með hatt Fisch- ers. Fischer sparkaði hroðalega í hattinn, en við drenginn sagði hann: »Ut með þig bölv- aður asninn þinn, eða eg hálsbrýt þig.« Þeir, sem komnir voru til að hughreysta Fischer, höfðu sigáburtu, en Fischer tók slæð- una af hurðarhúninum og fór að hitta líkkistu- smiðinn. En frú Fischer komst samt ekki til heilsu. tveimur eða þremur dögum siðar sló henni niður aftur, og áður en vikan var liðin, hafði hún skilið við þennan heim. Sama dag misti annar maður þar í borg- inni konu sína. Hann hét Lucius Grant. Jarðar- för konu hans átti að fara fram sama dag og jarðarför frú Fischers. •Þegar báðar líkfylgdirnar komu úr kirkju- garðinum, mættust þeir Fischer og Grant. Þeir heilsuðust með handabandi með hluttekningu og tóku tal saman. Fischer: »Mig tekur það sárt, þetta var óumræðilegur missir.« Grant: »Hræðilegur. Hún var sú bezta kona sem uppi hefur verið. Fischer: »Já, það var hún; eg hef aldrei þekt hennar líka. Hún var mér góð kona.« Grant: »Eg talaði um mína konu; þú veizt vel, að tvær geta ekki verið beztar.* Fischer: »Já, það veit eg vel. Mér er vel kunnugt um, að þín kona var ekki minni konu jafnsnjöll.«. Grant: »A, það var hún ekki, hvað? Þar held eg þó að hafi verið öfugur munurinn. Konan mín var engill.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.