Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 5
SMARAGDA. 149 Veiðimennirnir riðu fyrst að sumarhöll Naz- arbegians Effendi, og Hugh þreifaði til bréfsins í vasa sínum. Hússtjórinn sagði að hann væri riðinn út með vinum sínum. Pá skulum við ekki eyða tímanum,« sagði ofurstinn. Hugh hélt eftir bréfinu, þorði ekki að trúa hússtjóranum fyrir því. »Annars skemdi ekki að fá sér brauðbita,« sagði ofurstinn, »við erum búnir að vera þrjár stundir á hestbaki.« Þeir riðu þangað, sem vopnaða liðið lá og stigu af baki. Gríski þjónninn ofurstans tók upp kalt ket, ost og konjakk. Þá komu þrír hermenn vopnlausir út úr skóginum. Reir voru í rauðum buxum, bláum snúrufrökkum og höfðu fez-húfu á höfði, en búningar þeirra voru slitnir og óhreinir. Þeir stóðu nokkuð frá, lögðu hönd á háls og brjóst og báðu auðmjúklega um eitthvað að eta og drekka, því að þeir væru bæði svangir og þyrstir. »Eigum við að gefa þeim nokkuð?» sagði Hugh. En ofurstinn var ekki miskunsamur. Hann lagði byssuna yfir kné sér og sagði: »Snautið þið burt undireins eða eg skýt.« Dátarnir drógu sig frá og hörfuðu inn í Þyknið. »Peir hafa falið vopnin sín einhverstaðar og eru að njósna,« sagði ofurstinn. »Það held eg líka,« sagði dr. Miiller. Hugh sagði ekkert. Hann hugsaði aðeins utn bréfið, og hvernig hann ætti að geta fund- *ð Nazarbegian Effendi. Hann réð af að ríða út til hans aftur seinna. Veiðimennirnir skildu eftir hestana og þjón Þarna í áfanganum, og gengu svo inn í skóg- •nn með byssurnar á handleggjum sér. Ofurst- mn gerði skotmannakeðju úr hermönnunum, þvi að þeir voru veiðivanir. Fyrst sáu þeir nokkra krónuhirti, en þeir voru svo styggir, að ekki varð komizt í skotfæri við þá. »Eg veit ekki hvað það er,« sagði ofurst- mn, »en mér virðist eitthvað ókyrt í skóginum. %ldu aðrir veiðiflokkar vera hér á ferð?« Hugh hlustaði. >Einhverjir eru inni þarna að baka til,« sagði hanu. »Gætið ykkar,* sagði dr. Múller, og skauzt á bak við tré. Rétt á eftir heyrðu þeir brak mikið og bresti, og sá Hugh koma fram hóp villisvína og stefndu þau beint á þá félaga. Hugh lagði byssuna til hæfis og skaut á villigölt, sem tætti upp jörðina með höggtönn- unum spölkorn framundan honum. Rétt á eftir skaut ofurstinn og svo tyrknesku skotmennirnir frá báðnm hliðum. Nokkur dýr féllu, en flest dýrin geystust áfram og brutust í gegnum veiði- mannaröðina. En alt í einu dundu nokkur skot nokkuð frá þeim; þar hlutu þá að vera ókendir og ósénir veiðimenn á ferð. »Hver grefillinn,« hrópaði ofurstinn, »hver er það sem er að skjóta hér í skóginum?« »F*að kemur veiðimannahópur á móti okkur,« hrópaði dr. Múller. Pá reið af skot rétt hjá þeim, og í sama svip tók Hugh fyrir bíjóst sér, misti byssuna og hneig ofan f grasið. Ofurstinn sá það. »Hver djöfullinn,« æpti hann, »skjótið á fantana,* hann miðaði og skaut þrem skotum f röð úr byssu sinni. Dr. Múller skaut líka nokkrum sinnum inn í þyknið. Hann var náfölur af skelfingu. »Eg skal sverja að Saoul Kalyattian stóð þarna yfir- frá,« sagði hann. En mest lá á að annast Hugh. Hann lá þar líflaus að sjá í grasinu og blóðið lagaði fram undan treyjunni hans. (Framh.). Pétur litli: »Herra kennari, verður manni nokkurn tíma hegnt fyrir það sem maður hefur ekki gert. »Nei, vinur minn.« Pétur litli: »Herra kennari, eg hef ekki lesið eitt orð í leksíunum mínum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.