Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 19
MENNINGARÞÆTTIR. 163 búin að fá fveggja loftþungaþrýstingu (en loft- ið hvílir með 15 punda þunga á hverjum fer- þumlungi, eða rúmlega kógr. á hverrt fersenti- tuetra), en við 160° hita er gufuþrýstingin orð- in sexföld, og við 200° sextánföld við loftþung- ann. Rað er því auðsætt, að ef hitinn er auk- 'nn, rekur að því að ketillinn springur, ef ekki er við gert. Papín setti varúðarblöðku á lokið, sem opnaðist áður en svo færi, og er svipuð blaðka höfð á öllum gufukötlum. Nokkrum árum síðar datt Papín í hug að feyna að nota gufuna til þess að lyfta upp bungum byrðum. Til þess hafði hann sívalning, iokaðan að neðan og opinn að ofan, og var vatn neðan í honum; BuIIan lék innan í sívaln- iugnum, er náði nokkuð ofan eftir honum, en þó ekki ofan að vatninu að fullu. Síðan var Vatnið hitað, og lyfti þá gufan bullunni upp eftir sívalningnum. Pegar bullan var komin alla 'eið, var sívalningurinn kældur; kólnaði þá guf- an og bullan seig niður aftur undan loftsþrýst-r ingnum. Með því að kæla svona og hita á víxl, mátti fá bulluna til að ganga upp og nið- nr og láta hana lyfta byrðum með ákveðnum utnbúnaði, en ærið var það seinlegt og aldrei *<om hún til nota. A sama grundvelli voru nú samt gerðar fleiri tilraunir, þangað til James Watts hinn enski (f. 1736 d. 1819), kom henni 1 svo gott lag árið 1769, að hún hefur ekki breyzt teljandi siðan að höfuðatriðunum til. Lýsingu á gufuvélinni er ekki hægt að setja l>ér, því að hún yrði allavega óskiljanleg nema fnyndir væru samfara; enda gerir það minst til. En það eitt er víst, að síðan gufuvélin og kol- 'n tóku tii að vinna saman, hefur komið svo gagngerð breyting á alt iðnaðar- og samgöngu- bf í heiminum, að slíkt hefði enginn getað gert ser í hugarlund. Auðvitað hefur gufuvélin tekið ákaflega miklum umbótum síðan Watts fann hana upp, en alt er hið sama í sjálfu sér. Og Þó aðrar hreyfivélar hafi verið fundnar upp, bæði hitaloftsvélar, gasvélar og gasmótorar, hafa þær enn ekki getað til muna þokað við gufuvélinni. Pað virðist helzt nú, að steinolíu- °g bensinmótorar ætli eitthvað að ýta við henni, en ekki eru þó horfur á öðru, en hún sitji ó- högguð í sæti sínu fyrst um sinn —og það þó að hún bæði sé dýr og mikið af krafti guf- unnar fari forgörðum. Pað vill verða svo með hinar vélarnar líka. Eg gaf þess, hver áhrif gufuvélin hefði haft á framfarir heimsins. Menningarsagan tók alt aðra stefnu á fyrstu áratugum 19. aldarinn- ar. Spunavélar og vefstólar, sem fundizt höfðu áður og þurftu að ganga fyrir miklu afli ef vel átti að vera, fengu ekki almennilegan byr fyr en gufan kom til sögunnar að reka eftir þeim. Sama var og með samgöngurnar. Pær fóru fyrst að komast í lag eftir Napoleonsstyrjald- irnar, því að þá var farið að nota gufuna, fyrst til að knýja áfram gufuskipin, og svo gufu- vagnana. Og það má telja, að á árabilinu 1840 — 1880 væri gufan ein í drotningarsætinu og gufuvélin stýrði öllu. Eftir 1880 fer rafmagnið að láta til sín taka, einkum rafmagnsmótorarn- ir. En stórfeldari byltingu kann ekki sagan að segja en þá, sem gufan og rafmagnið hafa gert á iðnaðar- og samgöngusvæði manna í heiminum. Afleiðingar þessarar miklu byltingar eru fyrst og fremst þær, að menn hafa fengið tök á þeim firnindum af krafti, sem alls ekki var handbær áður. Áður höfðu menn mannsaflinu og dýrs- aflinu á að skipa, en það hefur nú aila daga náð skamt, þó að við það yrði að notast, og svo vindaflinu, sem menn hafa notað frá ómuna- tíð til þess að reka fram skip og vindmyllur; en vindaflið reyndist jafnan ótrygt og dutlunga- samt viðfangs. En nú koma til sögunnar vatns- aflið, gufumagnið og rafmagnið, alt heljaröfl, og eru þau mæld í hestöflum. Árið 1865 var gufuaflið í hinum helztu menningarríkjum met- ið 12 miljónir hestafla, 1875 22 milj. og um 1900 60 miljónir hestafla; en eitt hestafl felur í sér orku 15—20 manna. Setjum svo að í Pýzkalandi séu 60 milj. manna, og 29 milj. þeirra vinni, og viðlíka mikið verk væri þar unnið með dýrsafli; en svo bætast þar við um 120 milj. mannsafla í gufu, 10 milj. í vatns- afli og um 2 milj. mannsafla í gasmótoruin. 21\

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.