Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 16
10 Veittu ró og falskan frið faðmlög þín og gæði, encfa þó að aldrei við ættum samleið bæði. Grunnan kaustu að sigla sjó, samt var eg að vona, að þú værir eitthvað þó utan fögur kona. Þýtt sem blærinn þitt var mál, því mun aldrei neitað; en lijá þér enginn hitti sál hvernig sem var leitað. I’að er öll mín innsta þrá, einn af göllum mínum, að verði spjöll og vansmíð á vonarhöllum þínum. Nú þó ljós þér lýsi braut, ián og hrósið dvínar, veit eg frjósa og visna í þraut vonarrósir þínar. Þræddu synda svartan stig, sorg og yndi víki, láttu Ijlinda leiða í þig lífsþæginda sýki. Talið er, að Bjarni gerði síðar bragarbót. Úr henni er þessi vísa: Vertu rós með roðablæ, röðulljósi vafin, blóm J)ó frjósi og blundi fræ beði snjós und kafin. Eins og háttur er flestra hagyrðinga, kvað Bjami um allt, í jörðu og á. Um Sigur- jón bónda á Kjarvalsstöðum, Benjamíns- son, Friðfinnssonar á Ingveldarstöðum í Hjaltadal, og hryssu skjótta, er Sigurjón átti og enginn kostagripur var talinn, kvað Bjarni þessar vísur1): Gamla Skjóna á skeið er fest, skýzt um Frón sem gola; söðlaljónið sæmir bezt Sigurjóni bola. 1) Heimild: I.ofttir Guðmundsson. N. Kv. Sízt það haggar samræmi, að sjá þau vagga er gaman; eins og kjaggi á kjaraldi komu á laggir saman. Einn af bernskuvinum Bjarna meðan hann ólst upp í Kálfárdal, var Jóhann son- ur Gunnars, er var síðast búandi í Skálár- hnjúk í Gönguskörðum. Jóhann var fjör- maður rnikill og dável liagorður. Kváðust þeir stundum á, Jóhann og Bjarni. Haustið 1897, en þá var Bjarni 17 ára, hjálpuðust þeir að að sjóða saman beinakerlingarvísur um gangnamenn í Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu, en Englilíðingar áttu upp- rekstrar- og gangnalönd í svokölluðum Tröllabotnum. Bærinn að Skálárhnjúki stendur austan ár, í svokölluðum Skálár- hnjúksdal, vestast í Gönguskörðum, en Tröllabotnar eru daldrag, er skerst suð- vestur í fjöllin gegnt bænum að Skálár- hnjúk. Ofan Tröllabotna rennur lækjar- sytra. Á syðrá bakka liennar voru í þá daga tvær allstórar grjótvörður, og stutt á milli. Vörður þessar voru kallaðar Beinakerlingar. Við efri vörðuna skiptu Enghlíðingar jafn- an göngum á þeim árum, en Skagfirðingar \ ið þá neðri. Áður en göngur hófust höfðu þeir félagar, Bjarni og Jóliann, komið vís- um sínum fyrir í flösku í efri vörðunni, er gangnamenn síðar fundu og skemmtu sér \ ið. \bsurnar hófust á inngangi, en síðan var hverjum gangnamanni tileinkuð ein visa. Þar sem vísurnar eru klúrar, að inn- ganginum undanskildum, verður þeim sleppt, en inngangurinn er þannig: Áður bjó eg út við sjá, auðnu ríkt í gengi; blómarós eg þótti ])á þar hjá fríðu rnengi. Flaug það yfir mjöll og mar, fram um dali alla, að stigamenn mér stálu þar og struku upp til fjalla. BJARNI GISLASON

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.