Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 41
N. Kv. SVEINN SKYTTA 35 hinni löngu reið, og riddararnir þurftu því oft að beita sporum sínum. Er þeir tóku að nálgast sleðann, virtust mennirnir allt í einu horfnir. Nú sást aðeins hesturinn á liarða spretti út úr skóginum og burt eftir flatlendinu. „Keyrið liest yðar sporum, strangi herra, svo við komumst áfram dálítið hraðara en þetta,“ stundi Sturla upp. „Ef þér þekktuð öll brögð Sveins Gjönge og hrekki hans eins vel og ég, mynduð þér ekki treysta því, að við erum komin svona nærri honum. Hann getur svei mér sloppið út úr höndunum á okkur ennþá.“ „O, fjandinn hafi nú þaðí“ hrópaði Man- heimer. „Ekki getur bölvaður karlinn flogið burt. — Sjáðu nú til, skrattinn gráskjóttur! Nú höfum við unnið leikinn.“ Nú sást sem sé liópur riddara koma á harða spretti meðfram limgerðinu og dreifa sér út um flatlendið fram undan riddara- deild Manheimers. Þetta voru riddarar Sparre ofursta, sem ekki liöfðu fundið leið gegnum skóginn fyrr en undir dögun. Fé- lagar þeirra lieilsuðu þeim háum fagnaðar- hrópum, er þeir hleyptu í langri röð upp hjá Dalbæjarkirkju til að komast í veg fyrir sleðann. Manheimer veifaði riddarasverði sínu og hrópaði hátt eins og hinir. „Jæja, kerli mín,“ hvíslaði hann; „hvað segir hún núna?“ „Eg segi sama og áður, að við höfum hann enn ekki í hendi.“ Rétt í þessum svifum breytti sleðinn stefnu sinni og sveigði nú skáhallt framlijá herdeild Manheimers. Kom þá greinilega í ljós bragð sleðamanna að gera sig ósýni- iega. Höfðu þeir sem sé lagt heypokann 11PP í aftursæti sleðans og lagst síðan sjálfir niður á sleðabotninn. „Haldið þér ekki, að riddarabyssa dragi til hestsins núna?“ spurði Sturla gamla. „Við getum reynt það,“ svaraði Man- heimer og skipaði einum riddaranna að reyna skotfimi sína. Riddarinn stöðvaði hest sinn og miðaði nákvæmlega, en honum skeikaði, og hesturinn liélt sprettinum áfram út eftir grundunum. Allt í einu nam sleðinn staðar, og menn- irnir báðir stigu út úr honum. „Loksins!“ lirópaði Manheimer og keyrði liest sinn spornm og þeysti yfir að sleðan- um. Riddarar Sparre höfðu þegar slegið hring um flóttamennina, sem stóðu fölir og berhöfðaðir hjá hesti sínum, sem hnigið hafði niður af þreytu. „Sveinn Pálsson!“ hrópaði foringi Sparre- manna. „Öltunnurnar?" spurði Manheimer. Sturla gamla rak upp hljóð, er hún sá mennina. Manheimer varð fyrstur til að rjúfa ringulreið þá, sem orðin var umhverf- is sleðann. Hann fleygði taumunum til eins manna sinna, varpaði sér af baki og ruddist fram til mannanna. „Hvor ykkar er Sveinn Pálsson Gjönge?“ öskraði liann. „Hvorugur okkar!“ svaraði sá minni flóttamannanna með hásri rödd og smá- mæltur. „Hvorugur ykkar!“ endurtók höfuðsmað- urinn öskuvondur. „Tíu þúsund drísil- djöflar! Hverjir eruð þið þá?“ „Æ, náðugi herra!“ svaraði sá sami, „þyrmið vesælu lífi okkar. \7ið erum bara tveir fátækir bændur, sem ætluðum til Breg- entved að sækja ljósmóðurina. Þegar við komum upp að Sparrehólms-skógum í nótt, hittum við þar nokkra náunga, sem þutu í allar áttir. Þeir aðvöruðu okkur og sögðu að við yrðum að flýta okkur, ef við vildurn halda lífi, og síðan heyrðum við þá skjóta og kalla, og þá hertum við á hestinum, eins og okkur var frekast unnt.“ „Handa hverjum varstu að sækja ljós- móður, Tam litli?“ var spurt úr hópnum. „Handa veslings konunni minni!“ svar- aði bóndinn. Surtla steig nú út úr hópnum, tók húf-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.