Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 42
36 SVEINN SKYT EA N. Kv. una af liöfði sér og stillti sér upp fyrir fram- an bændurna tvo og stakk höndum í síð- urnar. „Jæja, handa veslings konunni þinni!“ át iiún upp eftir honum og hló hryssingslega. Tam fölnaði ofurlítið, er ltann starði á liana steinhissa og orðlaus í svipinn. En hann var ekki lengi að ná sér og áttaði sig í einni svipan: Hann rak upp fagnaðaróp og tók um hálsinn á Surtlu gömlu, þrýsti hana í faðmi sínum og hvíslaði ákaft: „Neitaðu bara engu!“ Að svo mæltu sneri hann sér að báðum foringjunum: „Fyrst ég hitti hérna elsku systur mína í ykkar hópi, þá getur hún talað mínu máli.“ „Systir hans!“ endurtók höfuðsmaður- inn. „Já!“ svaraði Manheimer. „Hún er leið- sögumaður okkar og rekur spor Sveins." „Og auk þess hefur hinn strangi herra sennilega ekki gleymt enn svip mínum og andlitsdráttum, síðan við áttum tal sam- an?“ mælti Tam og stillti sér upp fyrir frarn- an höfuðsmanninn, djarfmannlegur og bros- andi. „Hvaðan ætti ég að muna andlit þitt?“ „Æ, náðugi lierral Engum ætti að vera það kunnugra en yður, hve lítið ég hef sam- an við Svein Gjönge að sælda, fyrst það var einmitt ég, sem þér áttuð tal við uppi á Jungshoved kvöldið góða, þegar ég ætlaði að vinna mér inn fé það, sem sett var til höfuðs honum, með því að koma honum í yðar hendur." „Þetta er alveg satt,“ svaraði höfuðsmað- urinn. „Ekki liöfðum við mikið upp úr nætur- förinni þeirri arna,“ mælti Manlieimer ön- ugur, „og svo hefur þessi þorpari aftur leik- ið á okkur.“ „Hvenær mættuð þið mönnum Sveins?" „Skömmu eftir miðnætti, rétt áður en þeir fóru að skjóta. „Og síðan hafið þið ekki séð þá?“ „Drottinn minn dýri!“ svaraði Tam í væluróm. „Ég hafði aðeins gát á veslings hestinum mínum og reyndi að hraða ferð ntinni sem mest mátti.“ „Lítið eftir, hvort þeir itafa vopn með sér,“ sagði höfuðsmaðurinn við tvo rnanna sinna. Þeir rannsökuðu sleðann, en þar var ekkert annað en gamalt Iiestateppi og svo lteypokinn. í þessum svifum vék Sturla gamla sér að Tam og hvíslaði: ,„Veiztu hvar Sveinn er?“ Tam deplaði augunum. Foringi Sparre-riddaranna kallaði nú á menn sína og mælti: „Við höldum nú í aðra átt og sjáum til, hvort við verðum þá heppnari." Hann heils- aði með korðanum að hennannasið og reið af stað á undan félögum sínum. Manheimer var nteð mesta reiðisvip, og hann leit til skiptis á mennina tvo og Surtlu gömlu og t’irtist vera í vafa um, hvað gera skyldi. „Hvað er þá næst?“ sagði hann. „Ja, nú legg ég til, að við leitum til næstu bændabýla og tökum okkur dálitla hvíld, áður en við hefjum eltingarleikinn á ný,“ svaraði Surtla. „Jæja, ertu þá loksins tekin að þreytast?“ sagði Manheimer háðslega. Surtla var náföl í andliti, hún slingraði, er hún færði sig dálítið nær höfuðsmann- inum. „O, nei,“ svaraði hún og liló skringilega. „Ég er nú svo sem ekkert þreytt ennþá.“ Að svo mæltu svipti liún frá sér riddara- kápunni. og sá Manheimer þá, að hvíti vað- málskuflinn hennar var allur blóðugur. Síð- asta skot Gjöngemanna liafði hitt hana í öxl- ina, en liún hafði bitið saman tönnum og falið sár sitt, unz blóðmissinn gerði hana að lokum máttvana. „Ég þarf aðeins að hvíla mig ofurlítið,“ mælti luin og studdi sig við sleðasætið. „Það er svo sem sjálfsagt,“ sagði Man-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.