Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 9
N. Kv. VALGERÐUR 47 fyrirlitningu hafði engin stúlka sýnt hon- um áður. Hvernig gat staðið á þessu, hafði einhver rægt hann í hennar eyru, eða var þessi indæla stúlka ólík frestum öðrum Evu- dætrum í því að renna ekki grun í tilfinn- ingar karlmanna gagnvart sér? — En hann skyldi nú samt bjóða henni upp í dans og vita, hvernig færi. Dansinn liélt áfram með gleði og fjöri, nokkrir karlmenn voru áberandi ölvaðir, þar á meðal Skúli, en allir voru þeir prúðir og virtust skemmta sér vel. Eftir stutta stund gekk Skúli til Valgerðar og hneigði sig fyrir henni. Hún brosti, en hreyfði sig ekki. „Ég sagði yður í kvöld, að ég væri mesti klaufi að dansa, og ég lief ekkert lært síðan.“ Skúli skákaði sér þá niður á bekkinn við hlið hennar og svo nærri, að ramman vínþef lagði fyrir vit henni. Hún færði sig dálítið fjær og leit alvarlega á hann, en hann leit ekki undan og mælti: „Þér eruð alveg óþolandi, skal ég segja yður. Haldið þér, að mér þyki ekki fyrir því, að þér viljið ekki dansa við mig?“ ,Það held ég ekki, þér dansið vel, og það er aðeins kurteisi yðar að bjóða þeim að dansa við yður, sem eru illa að sér í þeirri list" Hann laumaði handleggnum aftur fyrir hana og snerti við síðu hennar með fingur- gómunum. Hún hrökk við og færði sig lengra frá honum. „Þér vitið ekki, hvað þér segið,“ svaraði hann klökkum rómi og hvíslaði síðan lágt og innilega: „En ef mér fyndist það gleði- geisli, eins og sólbros milli svartra skýja, — ef það væri lieit hjartans ósk mín að fá að dansa við yður, þó ekki væri nema einn stuttan dans, og ég fyndi ekki ánægju í neinu öðru?“ „Nei, nú eruð það þér, sem ekki vitið, hvað þér eruð að segja. Þér hafið óefað oft skemmt yður ágætlega hér án mín og munið eins gera það oft hér eftir,“ sagði Valgerður. Síðan stóð hún upp og gekk hratt og léttilega út úr salnum. En Skúli sat eftir sem steini lostinn. Ætti hann að elta hana? Nei, það væri of áberandi. En er hún kom inn aftur eftir litla stund og settist annars staðar, stökk hann á fætur, greip hatt sinn og gekk fram gólfið reikull í spori. Við dyrnar nam liann staðar og sneri sér að fólkinu: „Góða nótt, og njótið vel þeirrar skennntunar, sem mér er meinað að njóta.!“ Svo setti liann upp hattinn og hvarf út úr dyrunum. Dansinn hætti snöggvast, og fólkið leit hvert til annars. Oft hafði Skúli „oltið um“ í þessu húsi og sofnað, þangað til einhverjir vöktu liann og studdu hann síðan heim til sín; en aldrei fyrr hafði hann gengið af skemmtisamkomu í rniðju kafi. „Hann er veikur,“ sögðu sumir, en þeir sem höfðu veitt því eftirtekt, að hann talaði við Valgerði, ypptu öxlum og kímdu. „Dömumars!“ kallaði dansstjórinn. — Nokkrar stúlkur stóðu þegar upp, en litu til Valgerðar um leið, eins og þær ætluðust til þess, að hún byrjaði, en það varð ekki. Þegar Skúli kvaddi svona skyndilega, líafði örlítill roði flögrað yfir andlit hennar, en hvarf stt'ax aftur. Sólbjört sat við hlið hennar, og Valgerður ýtti brosandi við henni: „Af stað með þig, láttu ekki hinar taka alla frá þér.“ Sólbjört stóð upp. „Ætlar þú ekki að koma líka?“ spurði hún. „Nei, ég vil ekki byrja á því aftur. Ég hef aldrei dansað mikið og er að rnestu hætt því fyrir nokkrum árum. F.n ef þú nærð í Sigvarð, þá biddu hann að tala við mig klukkan 12.“ Sólbjört fór af stað, og rétt á eftir dönsuðu þau Sigvarður fram hjá henni. Valgerður sá þarna rnargt ung fólk, er hún hafði ekki séð fyrr, og veitti því eftirtekt, að þjónustustúlk- an í kaupmannshúsinu var þarna ekki. Nokkrir karmenn buðu henni í dans, en hún svaraði þeim öllum eins, að hún dans- aði ekki, en svo dansaði lnin við nokkrar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.