Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 40
78 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. þær verði ekki fyrir augunum á prófdóm- endunum. Þetta gerði ég nú ekki. Að vísu tók ég frá eina hurðina, en lét hinar vera kyrrar á verkstæðinu. Síðan lætur Snorri Þorleif Jóelsson, sem þá var bókhaldari hjá honum, skrifa meðmælabréf. Stílaði Snorri bréfið sjálfur, en Þorleifur skrifaði. Síðan lætur hann Þorleif lesa bréfið að mér áheyr- andi. Slær hann svo utan um bréfið, fær mér það og segir mér að fara með það til sýslu- manns og biðja liann að tilnefna prófdóm- endur. Það verð ég að segja, að aldrei hafði mér dottið í hug, að ég myndi fá önnur eins meðmæli sem þessi. Því að aldrei hafði ég orðið þess var öll árin þrjú, að Snorri rnæti verk mín nokkurs. Varð ég aldrei annars var en fullkomnustu vinnuhörku. Og var langt frá því, að hann léti mig nokkru sinni skilja það, að hann mæti verk mín nokkurs. En nú voru meðmæli þau, sem hann sendi sýslumanni, svo góð og lofsamleg, að ég fann, að ég átti þau alls ekki skilið. Hefði mér nú þótt gaman að eiga afrit af þeim. Nú gekk allt eins og í sögu. Klemens sýslumaður skipaði þá Sigtrygg Jónsson og Davíð Sigurðsson prófdómendur. Sagði ég þeim allt, eins og var, að ég hefði enga hurð sérstaklega sem sveinsstykki. Væri hurð þessi ein af 8, sem ég hefði smíðað í einu lagi. Þeir skoðuðu því allar hurðirnar. Og síðan skrifuðu þeir álit sitt og töldu hurðirnar að öllu leyti gallalausar og vel smíðaðar. Með það fór ég til sýslumanns, og gaf hann svo út sveinsbréf mitt. Var ég þannig fyrsti mað- urinn, sem fór frá Snorra með sveinsbréfi, og sennilega fyrsti maðurinn, sem tók sveinsbréf í húsasmíði á Akureyri. En eftir þetta fóru ýmsir að smíða sveinsstykki, og það jafnvel menn, sem lært höfðu fyrir mörgum árum. Er það allt að þakka rögg- semi Klemensar Jónssonar sýslumanns. Nú var ég loksins laus og frjáls og útlærð- ur byggingameistari, samkvæmt þeim regl- um, sem þá voru í gildi. Enda veitti mér nú ekki af að fara að vinna fyrir kaupi. Ég gat þess í upphafi þessa kafla, að aleiga mín hafi verið 25 aurar í peningum og eitt lambskinn, er ég hóf nám mitt. Fyrri auð- æfi þessi keypti ég alinmál og tréblýant. En ekki átti ég þá föt til skipta. Það eina, sem ég hafði til að kaupa fyrir föt og skó, var það, sem mér áskotnaðist fyrir eftir- vinnuna. Einu sinni smíðaði ég t. d. koffort fyrir mektar-bónda einn, sem þurfti að senda vinnumann sinn á sjó i hákarlalegu. Vísaði bóndi manninum á að taka koffortið hjá mér um leið og hann fór á skip hér. En ekki hafði liann peninga fyrir því frá liúsbónda sínum. Átti koffortið að kosta 7 krónur. — Þetta koffort fékk ég aldrei borgað, þótt ég rukkaði bóndann í hvert sinn, sem hann kom liér í kaupstaðinn. Dálitla peninga fékk ég frá Snorra fyrir ýms vik, sem ég gerði fyrir hann. Kom stundum fyrir, að hann bað mig að gera einhver verk, sem ekki tilheyrðu handverk- inu, t. d. þegar hann fékk timburskip. Setti hann mig þá til að sortéra timbur og borg- aði mér þá kaup eins og öðrum. En ekki var þá kaupið meira en 25 aurar á klukkustund, eða 2.75 kr. fyrir 11 stundir. Einu sinni Itauð hann mér að mála utan hús í ,,akkorði“. Húsið var 9x10 álnir, með porti og risi. Var þetta hús, sem við höfð- um byggt, og átti ég að tvímála það utan, þar á meðal útihurð og alla glugga. Fyrir verk þetta bauð hann mér 7 krónur. Ég gekk að skilmálum þessum og vann við það mörg kvöld, unz því var lokið. En ekki græddi ég mikið á þessu. Þannig var nú með eftirvinnuna. Þótt ég ynni mikið, fékk ég sama sem ekkert fyrir verkin. Enda var nú svo, er ég var laus, að ég var orðinn töluvert skuklugur. Skuldaði ég Iiátt á þriðja hundrað krónur. Mest af þessu var hjá Snorra sjálfum, og var það fyrir timbur, sem ég hafði fengið lijá honum í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.