Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 29
N. Kv. SVEINN SKYTTA 67 fataskáp utan af ganginum og skákað hon- um fyrir dyrnar utanverðar. Það var sá hávaði, sem heyrzt hafði inn, er deilan stóð á milli Zieglers og Kernboks inni í salnum. Meðan Jressu fór fram uppi í riddara- salnum, heyrðust hljóðin í bundnu Jjjón- unum niðri í kjallaranum. Undirbúning- ur sprengingarinnar var svo ótvíræður, og Ib lét loks tilleiðast að bjarga Jreim út úr kjallaranum. „Æ, hamingjan góða!“ sagði sá fyrri, er hann kom út í húsgarðinn, ,,]jað er enn ofurlítil líftóra í honum vesalings Hans Alfssyni sem þér slóguð með könnunni, æ, miskunnið þér yður ylir liann líka, náð- ugi herra höfuðsmaður!" „Eg er enginn höfuðsmaður,“ sagði Ib vingjarnlega, „en sé líftóra eftir í félaga þínum er bezt, að hann fái að njóta henn- ar." Síðan gekk risamennið aftur inn í kjall- arann og tók særða manninn upp á hand- legg sér og bar hann út yfir Iiúsgarðinn og yfir díkisbrúna. Þar biðu þau Kernbok, Inger og ráðsmaðurinn. Þýzku foringjarnir höfðu opnað glugga uppi í salum, og í kvöldkyrrðinni heyrðist bergmálið af hrópi Jjeirra og bænum end- urvarpast frá skógarjaðrinum. Veður var skafheiðríkt, stjörnustráður ltiminn og tunglsljós, svo að glóbjart var niðri í húsa- garðinum. Kyrrð og lriður kvöldsins var því í megnasta misræmi við atburði Jrá, sent frarn höfðu farið innanhúss rétt áður. Herforingjunum hafði loks tekizt að ryðja úr vegi hindrunum þeim, er Ib hafði sett fyrir dyrnar, en er Jteir komu á enda gangsins fyrir framan salinn, rákust þeir aftur á lokaða hurð og læsta. Og hinir þykku eikarplankar reyndust algerlega óvinnandi. Eoringjarir sneru Jjví inn aft- l*r að salargluggunum, opnuðu Jjá á ný og hrópuðu og báðu sér griða. Er Ib hafði borið hermanninn yfir brúna, tók hann Ijóskerið frá ráðsmannin- um. „Leiddu nt'i Ingu með Jnér, Kasper Dam,“ sagði hann, „og íarið Jtið svo yfir til skólameistarans í Vestari Egede. Hann hýsir ykkur eflaust í nótt. Þið þurfið ekki að vera hér nærstödd því, sem nú á fram að fara.“ Kernbok lagði hönd sína á handlegg Ibs. „Hefurðu nú íhugað rækilega, það sem þú nú liefur í hyggju að gera?“ spurði hann með alvöruþunga og nokkurri geðs- liræringu. „Spyrjið mig ekki um Jjetta, höfuðsmað- ur. Síðan við áttum tal um Jretta síðast, hef ég haft nægan tíma til að íhuga það, sem ég ætla mér að gera í kvöld." „Ib!“ sagði Inger, „Jjað getur aldrei blessazt fyrir okkur þegar svo margir sorg- aratburðir gerast á sjálfum trúlofunardegi okkar.“ „Farðu nú Jjína leið!“ svaraði Ib og opn- aði lokið á ljóskerinu. „Eg á systur, sem ekki mun njóta friðar í gröf sinni, fyrr en ég hef efnt heit mitt.“ „Æ, ég þekkti hana svo vel.“ „Þeir píndu hana til dauða, Jjótt hún hefði aldrei gert neinni skepnu minnsta mein. „Hún var svo góð og frómlynd." „Hvers vegna segir þú Jrað núna?" „Mér finst Jjað heldur ófagurt að heiðra minningu hennar á þennan hátt.“ „En ég hef svarið Jress dýran eið, og þess vegna verða Jjeir að deyja." „En ég segi, að þeir skuli ekki deyja,“ svaraði Inger, um leið og hún beygði sig niður og slökkti á ljóskerinu. „Drottinn kærir sig ekkert um slíka eiða.“ „Inger! Hvað ertu að gera?“ sagði Ib. „Þú ættir að vera mín megin og mér sam- mála.“ „Það er ég líka, elsku vinur minn!“ svaraði Inger grátandi og vafði örmum sínum um háls hans. „Það er til þess, að 9*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.