Vörður - 01.11.1917, Blaðsíða 3

Vörður - 01.11.1917, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R ii siSferöisþroska, reglusemi og starfslöngun, veröur skól- anum. til sóma, heimilinu til ánægju, sjálfu sér að gagni og þjóðfélaginu til styrktar, þegar tímar líöa. Smdgreinar um mentamál. Eftir V a 1 d. E r 1 e n d s s o n. I. Eg veit ekki hversu vel þokkað mál þaö er, að fara að minnast á nokkur andleg málefni núna í dýrtíöinni, þegar allir eru uppteknir af matarhugsunum og matar- striti. Þeir menn, sem andlegu málin, (og þá sérstaklega ]>ann hluta þeirra, er kenslumál kallast) hafa borið fyrir brjósti og um þau ritað, hafa sjaldnast átt mikilli lýð- hylli að fagna, þótt betur hafi gengið á þjóðarbúinu en nú gengur. En hvað sem því liður, þá tel eg það bein- línis lífsnauðsyn þessari þjóð, að þeim málum sé haldið sem best vakandi, einmitt á þessum varasömu tímum. Mér er það með öllu óskiljanlegt, að vér verðum hraust- ari eða sællegri eða hæfari til að byggja þetta land í nú- tíð og framtíð, þótt vér nú á neyðartímunum drögum oss með húð og hári ofan i mataraskinn, og forðumst allar hugsanir um andans mál og andlega þroskun sjálfra vor og barna vorra. Vér stöndum síst svo föstum fótum að andlegri hyggju og menningarþroska, að vér höfum efni á að slá slöku við uppeldi voru að nokkru eða öllu leyti. Stöönun á því sviði er beint andlegt atorku- morð fyrir þjóðina, eins og hennar mentamálum er kom-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.