Vörður - 01.11.1917, Blaðsíða 7

Vörður - 01.11.1917, Blaðsíða 7
VÖRÐUR 15 svipaö nám og áður var heimtaö til fermingar, nema nokkuru fyllra. Þótt slíkt fyrirkomulag væri valiö, ætti ekkert aö vera því til fyrirstööu, aö börn úr neöri deild- um skólans yröu flutt upp i efri deildirnar, ef sýnilegt væri, aö þroski þeirra og hæfileikar væru aö aukast frá því sem áöur var. Yröi slíkri skiftingu komiö á, væri bót ráöin á því meini, sem barnafræöslan nú stynur undir, aö þroskaöri og efnilegri börnunum er haldiö niöri vegna þeirra, sem þeim standa langt aö baki.“ Framhald. Kveldrölt. Likindi eru til þess, aö ekki veröi mikiö um gotuljós í vetur hér í Reykjavík. Má ganga aö því vísu, að myrk- ur hvíli yfir borginni á kvöldin, eöa á þeim tíma, sem áöur hefir veriö látiö loga í ljóskerum bæjarins. Og er þaö engin tilhlökkun, aö eiga von á slíku. Göturnar eru yfirleitt illar yfirferöar, gljúpar af for, í rigningum, en glerhálar i frosti og umferö mikil, bæöi af bílum, hest- vögnum og gangandi fólki. — í tilefni af þessu ætti að banna börnum umferö um götur bæjarins á kvöldin eftir að fariö er að dimma, nema í fylgd meö fullorönu fólki. Getur ]>að valdið slysum, að börn séu á vakki og hlaup- um úti á kvöldin í niöa-myrkri, og auk þess er þaö mesti ósiður, að börnum skuli vera leyft að slóra úti á götum fram eftir öllu kvöldi, enda hefir þaö spillandi áhrif á þau. Væri bæjarstjórninni vorkunnarlaust aö setja reglur um þetta. og sjá um aö þeim yröi hlýtt. Kennari.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.