Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 9

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 9
— 7 Haustið 1877 kom Sigtryggur upp blaði í Nýja íslandi, »Framfara« (1877—1880). Allmörg eintök af blaðinu vóru send til íslands. Á árurium 1878—1880 fluttust 839 íslendingar vesturum haf. Árin 1881 —1882 höfðu Vestur-íslendingar ekkert blað. Tveir »agentar« frá Utah vóru þá heima á íslandi: Jakob Jónsson og Jón Eyvindar- son. Auk þess var og síra Jón Bjarnason (fluttist vestur 1873) heima á íslandi 1880-—1884 og vann dálítið að útflutningi. Um 200 manns fluttust vestur þessi árin. Árið 1883 komu Winnipeg-íslendingar sjer upp blaði, er nefndist »Leifur« (1883.—1886). Kanada-stjórn keypti 2000 eintök af blaðinu. í’au vóru send til íslands til að efla vesturferðir (»lsafold« 25. jtíní 1884). »Útflutningslínur« vóru nú farnar að vinna ákaft að útflutningi frá ís- landi. Um 1300 íslendingar fluttust vestur um haf (1883). 30 vesturfarar fóru til Utah undir forustu vesturfara»agentsins«, Eiríks Olafssonar fráBrúnum. Árið 1884 fluttust 40 íslendingar til Vestur- heims. Flestir þeirra fóru undir forustu slra Jóns Bjarnasonar. Síra Friðrik Bergmann* var það ár launaður »agent« Kanada-stjórnar á íslandi. En hann kom litlu eða engu til leiðar. Næsta ár fluttust 120 íslendingar til Vesturheims. * í innflutningsskýrslum Kanada-stjórnar fráþeim árum er þess getið.

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.