Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 15

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 15
II. Skólamál Vestur-íslending'a (1884—1900). Frímann B. Anderson er höfundur skóla- málsins. Hann ritaði allanga grein í »Leif« 27. júní 1884 um »Menntun og framfarir Islendinga í Ameríku*. Þar kemur hann fram með skóla- hugmynd Vestur-íslendinga 1 öllum aðalatriðum. 1. júlí s. á. var síðan haldinn almennur fundur í Winnipeg til að ræða um skólamálið. Fundar- sljóri var kosinn M. Pálsson og B. L. Baldvinson fundarskrifari, en framsögumaður málsins var F. B. Anderson. Þegar umræðum var lokið »bar forseti undir fundinn, hvort vilji manna væri, að tilraun yrði gerð að koma á íót íslenzkri mennta- stofnun hjer vestan hafs, sem yrði sameiginleg eign allra íslendinga í Vesturheimi, og allir gætu því haft aðgang að. Og var það samþykkt i einu hljóði, Þá var kosin níu manna nefnd, er skyldi hafa á hendi allar framkvæmdir í málinu á þann hátt, er þeir álíta, að bezt gegndi«

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.