Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Side 60

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Side 60
-"■'jyp.i,! f ■** ■ ............ B.v. Halh'eig Fróðadóttir. þessu skipi er vökvadrifin, og er nýung í togara. Það er skoðun mín, að ef vel hefur tekizt um smíði þessa spils, þá sé það framtíðarspilið í dieseltogurum. Vélarúm og stýrishús eru úr aluminium blöndu,. svo og lestarinnréttingar og lestarborð, og verður að minni hyggju, ef vel reynist, til stórsparnaðar. Séð er fyrir því, að í þessu skipi megi koma fyrir mjölvinnsluvél- um, en svo var er ég síðast vissi vafamál hvort settar yrðu í strax. Ég get ekki hér gefið neina tæmandi lýsingu á þessu skipi, því að ég hef ekki haft tækifæri til að skoða það. Ég tel það mjög athyglisvert, að einstaklingur skuli ráðast í stórfeldustu nýungarnar á sviði skipa- bygginga og togaraútgerðar samhliða því að ríkið hefir í sínum skipakaupum haldið sig að mestu á áður troðnum leiðum. Er þetta ekki of mikið sagt? mundi nú einhver segja og spyrja. Er það ekki nýung að tekin er upp olíubrennsla ? Olíukynding er engin nýung á sviði véltækninnar. Það er aðeins matsatriði vegna kostnaðar hvort heldur á að nota kol eða olíu, En hvað um vélarúmið? Jú, það hefur orðið gagn- gerð breyting á, frá því sem var. Saman er blandað gufu, rafmagns og dieselvéla notkun á þann hátt, að ekki mun hliðstæða til um togara. Hvort svo þetta fyrirkomulag er ávinningur, rekstrarlega séð, er ann- að mál. Margir óttast aukin viðhaldskostnað þegar að fram líða stundir. Atom-skip framtíðarinnar. 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.