Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 69

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 69
Gufuskipastíllinn „Skipin sem fluttu póst og farþega 1872, voru útbúin við hæfi ríkra manna ...” ^ ■ ---- Þeir, sem velta fyrir sér íslandssögunni, afdrifum landsins eða mannlifsins, reka sig furðufljótt á það, að gæfa landsins — og ógæfa — hefur tíðum oltið á góðum siglingum og vondum. Og til eru þeir, sem ótrauðir halda því fram, að sjálfstæði landsins hafi glatast, vegna þess að ekki voru til skip —og að með sama hætti hafi sjálfstæðið komið aftur með skipum og frjálsum siglingum. Hér verður engin tilraun gjörð, til þess að rekja siglingasöguna, en athyglisvert er þó, að ekki eru nema tvær aldir síðan fyrstu reglulegu póstsiglingarnar hófust milli Islands og annarra landa, en áður höfðu bréf og farþegar farið með vöru- skútum einokunarkaupmanna, sem venjulegast komu ekki til Kaupmanna- hafnar fyrr en í ágústmánuði, og komu svo út að vori. Það var því ekki að ófyrir- synju að hin fleygu orð, Navigare necesse, Siglingar eru nauðsyn, væru oft sögð á íslandi. En eftir að einokun létti, og íslenskir kaupmenn eignuðust skip. þá fjölgaði siglingum. Og þótt eigi væru vöruskút- umar stórar, voru þær margar vönduð skip og örugg í förum. Síðla vetrar kom til að mynda Ólafs- víkursvanurinn til landsins, og hann sigldi með pottablóm í gluggum, að sagt var, og aðbúnaður farþega var í betra lagi. Svan- urinn sigldi snemma vors til Kaup- mannahafnar með saltfisk, en þann fisk nefndu Danir sumarfiskinn sinn, og hann var seldur fyrir gott verð. Ólafsvíkursvanurinn sigldi í meira en öld, uns hann rak upp í norðanveðri í Breiðafirði. Siglingar til fslands voru bundnar verslun, vörum og pósti þótt þau tækju farþega líka, en á þeirri tíð, sigldu menn aðeins í brýnum erindum. Ungmenni fóru til náms, heilagir menn til að taka bisk- upsvígslu og menn, sem voru að koma, eða fara frá embættum. Segir raunar fremurfátt af þeim ferðum. GULLFOSS-tímabilið Það er fróðlegt að fara ofurlítið yfir söguna, eða siglingasöguna, frá því að fyrsta gufuskipið er fengið til póstferða milli íslands og meginlands Evrópu og Bretlandseyja. Vissulega var seglskipatíminn einnig athyglisverður, og munum við einnig staldra þar ögn við, en á hinn bóginn sleppum við síðara Gullfoss-tímabilinu og siglingum strandferðaskipanna með farþega, sem er einnig liðin tíð. En tilefnið er að nú hefur verið gjörð tilraun til þess að reka farþegaskip, eða íslandsferju. Við komu M/S EDDU til íslands, en skipið mun sigla í föstum ferðum með farþega og bíla þeirra til og frá landinu, má segja að þjóðin sé að enduriifa gamlan lífsstíl og ferðamáta, sem fallið hefur niður hér á landi í áratug, eða svo. Eða frá Gufuskipin tóku við af vöruskútum, er áður fluttu farþega og annað milli landa. Fastar gufuskipaferðir til fslands hófust 1859. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.