Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 62

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 62
60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ið en lítið, en hitt þreytti sálina og reyndist ekki síður lýjandi að skaka án þess að verða var meðan næsti maður dró stanzlaust. Mismunurinn á fisksæld manna á færaveiðum var oft meiri en svo að nokkur geti trúað, nema sá sem reynt hefur. Pað hefur aldrei fengizt nein skýring á þessum feikna mun sem gat orðið á mönn- um, sem stóðu hlið við hlið, allur útbúnaður hinn sami, tekið sama grunnmál og skakað með sama hætti líkt eftir þeim sem dró. Menn skök- uðu almennt dálítið misjafnt sumir ört, drógu stutt að sér, en aðrir tóku lengri tog og hægari, nokkuð fór þetta eftir því, hvort menn stóðu á stórum eða smáum fiski, og þá stutt en ört á þeim smáa, sem oft var þá húkkaður. Ef nokkurt fyrirbæri í þessum heimi er sannlega yfirnáttúrlegt, þá er það þessi munur á fisksæld manna á færaveiðum. Yves frændi, íslandssjómaður, bjó við sífellda örmagnan öll sín fimm úthöld. Ekki drap hann þó fiskdrátt- urinn, hann var að vísu góður meðal- færamaður á franska vísu. Hann nefnir tvívegis fiskatölu sína eftir vetrar- vor- og sumarúthaldið eða 6 mánaða úthald og eru tölurnar 2500 fiskar í annað skiptið en 2700 í hitt skiptið. Yves segir það hafa verið tal- inn ágætur færamaður á frönsku skútunum sem dró 3 þús. fiska yfir allt úthaldið og almennt gott að draga 1500-2500 fiska, eftir árferði í aflabrögðum. Á kútteraöld okkar íslendinga, var úthaldstími sem fyrr segir nær hinn sami hjá íslenzku kútterunum og frönsku skútunum og skonnort- unum, þó heldur lengri hjá kútterun- um, héldu lengur úti fram á haustið. Þær tölur sem við eigum um drátt manna, eru þær, að miklir færamenn á kútterum hafi dregið allt að 10 þús- und fiska yfir allt úthaldið og góður meðaldráttur hafi verið 4-5000 fiskar í meðalaflaári. Hér er átt við stærstu kútterana, sem helzt eru sambærilegir við frönsku færaskipin. Á Bergþóru 1902 hefur meðaldráttur til dæmis verið 6600 fiskar. Alls var aflinn 160 þús. og áhöfn 24 menn. Þetta var að vísu toppafli þetta árið en þó voru nokkr- ir stærstu kútteranna með 120-140 þúsund fiska eða 5-6 þús. á mann. Óneitanlega var erfiðið meira hjá hæsta manninum á Georg 1902, sem fyrr er sagt frá sem dró 8632 fiska en þeim lægsta, sem dró 2871 fisk. Og fiskatalan segir ekki allan muninn á erfiðinu, því að sá sem meira dró var ekki bara fisksælli en hinn, heldur stóð hann einnig miklu meira við fær- ið. Hins vegar örmagnaðist enginn við færi sitt, sízt þótt staðið væri 12-18 tíma, eins og Yves hinn franski nefn- ir sem dæmi um þrældóminn. Fisk- hrotur stóðu sjaldan ýkjalengi, skip- ið bar af slóðinni eða fiskur gekk annað, en þó gat það orðið að menn yrðu kúguppgefnir í óðum fiski, en „örmagna“ er stærra orð en íslenzkir skútumenn notuðu um þreytu sína, Fransmenn framan við kapellu franska sjúkrahússins á Fáskrúðsfirði. Á að segja manni það sem sannleika, að það eigi ekki einhver Austfirðingur ættföður sinn í þessum hópi? — Öllu má Ijúga í mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.