Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 120

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 120
118 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ LISTMÁLARINN ■ ón E. Gunnarsson, listmálari í Hafnarfirði, á sér fjölbreyttan mW starfsferil. Eins og margir Gaflarar hóf hann feril sinn sem sjó- maður á Hafnarfjarðartogurunum, og var á togurum í 10 ár, ýmist sem háseti eða kyndari. Það þurfti dugn- aðarmanninn til að vera góður kynd- ari á gömlu gufutogurunum, ekki síst á stríðsárunum þegar oft var keyrt á útopnuðu á leið á markað, og sumir þeirra þannig að það var stanslaus mokstur ef haldast átti á þeim fullur dampur. Á þessari sjómannstíð sinni brá Jón sér tvo vetur í Myndlista- og handíðaskólann, en fór síðan al- farinn í land 1954 og lærði þá til prentmyndagerðar og síðan offset- ljósmyndun, sem hann vinnur enn við í Gutenberg. En málverkið hefur alla tíð frá barnæsku átt hug hans. Þar hefur hann afkastað miklu verki. Hann hafði fyrir heimili að sjá og þá voru engir styrkirnir. Þótt aldrei hafi því verið um Gaflara spáð að þar yrði vagga listmenningar eins og togara- útgerðar, þá eiga Gaflararnir nú ým- islegt til í listinni. Eiga þeir marga góða listamenn af ýmsu tagi, enda löngu hættir að gafla sig. Það er bæn- um til stórs sóma, að ekki sé talað um gefendurna, þetta hús, Hafnarborg, þar sem Jón E. sýndi verk sín um mánaðamótin apríl/maí í vor. Jón E. Gunnarsson hefur haldið margar sýningar og sumar hverjar stórar. Fyrstu sýninguna hélt liann í Iðnskóla Hafnarfjarðar 1961. Þá sýndi hann í Bogasal Þjóðminja- safnsins 1965 og 1972, Vestmanna- eyjum og Keflavík 1972, Kjarvals- stöðum 1977, Iðnskóla Hafnarfjarð- ar 1979, Norræna húsinu 1980, Háholti 1982 og 1985, Hafnarborg 1984 og aftur nú 1989. Auk þessa hef- ur Jón brugðið sér með myndir til Bolungavíkur, Suðureyrar og Grindavíkur. Þá hefur hann tekið þátt í samsýningum bæði í Þýska- landi og Svíþjóð. Flestar myndir Jóns eru frá sjó og sjómannsstarfi. Þótt Jón máli „nat- uralísk“ málverk, þá eru myndir hans gæddar lífi og hreyfingu, og mikill sjógangur í þeim sumum. Þekking hans á sjómannsstarfinu gerir honum kleift að mála það mjög raunhæft; menn standa í myndum hans eðlilega að öllum verkum og þar sem listamanninum tekst að gæða þær hreyfingu verða þær manni mjög lifandi og góð málverk og auk þess skemmtilegar heimildir um sjó- mannsstarfið. Þarna eru menn að snörla inn belg- inn og hífa niður í pokann, og í ann- arri mynd að hífa pokann út á. Þá eru inenn að pikka fisk frammi í forkassa í vondu veðri, skipið er farið að taka inn á sig í ganga, og þarna er togari í foráttuveðri, byrjaður að keyra upp og er að fara framhjá öðrum þar sem menn eru komnir að gálganum, klár- ir að taka á móti hlerunum. Þeir hafa orðið seinir fyrir með síðasta halið á því skipi þegar hann skall á. Það er allt í lagi með karlana þarna við for- gálgann, en það gæti verið farið að blotna í hinum við afturgálgann, lík- lega bíða þeir eftir sínum hlera uppi á keisnum og sæta lagi að slá á hann. Það er bjart yfir myndum Jóns, engin sálarkreppa sem einkennir mörg nútímaverk. Listamaðurinn ræður við það sem hann tekur fyrir, af því eru myndir hans sviphreinar og fallegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.