Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 47

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 47
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45 Þarna handleikur smiðurinn og athafnamaðurinn gamla brunndœlu úr kopar austan affjörðum, en til hœgri má líta risavaxinn hverfistein sem hann grófúrjörðu og er ekkert smásmíði. Hverfisteinninn var notaður í einni af hvalveiðistöðum Norðmanna á Austurlandi til þess að brýna lensurnar sem notaðar voru til að flensa hvalinn. (Ljósm. Sjómannadagsblaðið / Björn Pálsson) ég komið upp safni forkunnar fagurra kompása, vélsíma og ýmiss annars búnaðar úr brú á skipum fyrri tíðar. Einn þessara kompása stendur á átt- strendri undirstöðu úr kjörviði og er sérlega fallegur. Þá getur að líta á pall- inum hátt í 200 ára gamla stýrisvél úr seglskipi. Henni er ég vitaskuld mjög stoltur af. Rattið er úr kopar, en aðrir hlutar úr steypujárni, sem eru boltaðir saman. Hún er hvítmáluð en rattið og aðra koparmuni, sem eru margir, hef ég pússað með sérstakri fægivél. Eftir að hún hefur unnið sitt starf á koparn- um lítur hann út eins og spánnýr gift- ingarhringur. Gömul siglingatæki eins og sext- anta á ég hér fjóra, en þykir þó mest varið í svonefndan oktant. Hann var undanfari sextantsins og mun vera 200 ára gamall. Veit ég ekki til að nema eitt annað slíkt tæki fyrirfinnist hérlendis, en það er í eigu Stýri- mannaskólans. Samt er ótalið það siglingatæki sem langsamlega elst er: Það er svonefnd- ur mánasteinn eða sólarsteinn, sem forfeður okkar kölluðu leiðarstein, og er minnst á í fornritunum. Þegar þoka skall á mátti af gljáanum á þessum steini sjá stöðu sólarinnar eftir sem áður. Steinninn sem ég á fannst í 1800 metra hæð í fjalli á Grænlandi og er mjög fagur.“ Líkön gamalla báta og stórskipa „Hvar á ég að bera niður næst? Ég á hér mörg skipslíkön og nokkur af fiskibátum frá aldamótum og upp- hafsárum aldarinnar. Þau hefur smíð- að fyrir mig vinur minn úti í Noregi, mikill hagleiksmaður. Þetta eru m.a. bátar að austan, svo sem eimbáturinn Atli NK-1, en hann var síldveiðiskip og línuveiðari. Annar er Reykir sem smíðaður var 1898 fyrir Konráð Hjálmarsson í Mjóafirði og heitir eftir fjalli þar við fjörðinn. Konráð var á þeim tíma mesti stórathafnamaðurinn og kaupmaðurinn fyrir austan. Hann var kallaður konungurinn á Neskaup- stað. Þá á ég dekklínubátslíkan og lík- an af færaveiðibát af Mýrdalsgerð- inni. Ekki skal gleymt að minnast á líkan af vélbátnum Magna, 24 tonna línubáti. Honum reri ég á í tvö ár, en árið eftir að ég hætti á honum fórst hann með fimm mönnum frá Sand- gerði, einn komst af. Svona get ég talið áfram. Líkön eru hér af ýmsum sögufrægum erlendum skipum (þ.á.m. Vasa, Cutty Shark og St. Maríu Col- umbusar) og á veggjum má líta ljós- myndir af nær því öllum togurum Is- lendinga frá upphafi. Ljómyndir af fólki við fiskvinnslu í gamla daga eru hér og margar. Ég hef leitast við að sýna þróunina í fiskleitartækjum, allt frá því er fyrstu ófullkomnu dýptarmælarnir komu í báta hér á landi. Það er merk saga sem að verulegu leyti má rekja með því að skoða munina hérna.“ Gestinum þótti vélarnar allt of snyrtilegar „Ég minntist á að fyrsti safngripurinn var gömul Bolinder-vél. Margar gamlar bátavélar hafa bæst við síðan og hef ég hreinsað þær og málað svo þær líta út sem nýjar. Vel mætti gera þær gangfærar flestar, en það hef ég þó talið óþarflega mikið í lagt. Þær líta svo vel út að mætur maður frá Þjóð- minjasafninu sagðist verða að setja það út á þær að þær væru allt of fínar(!). En þar skjátlaðist honum. Þegar ég var 1. vélstjóri mátti ganga um allt vélarrúmið í sparifötunum án þess að kæmi á menn blettur eða hrukka. Það er misskilningur að vélar- rúm eigi að vera óþrifaleg. Ég var að- stoðarvélstjóri á Goðanesi hjá Jens bróður mínum þegar það kom fyrst allra íslenskra skipa til Hamborgar eftir stríðið. Vélarrúmið var svo hreint og gljáandi hjá mér að Þjóðverjarnir komu niður í hópum að skoða það og er sú þjóð þó alþekkt fyrir nákvæmni og snyrtimennsku. Það er því ekkert við það að athuga að vélarnar hér á safninu skuli gljá og skína. Þannig á það að vera! En ekki eru allar þær vélar sem safnið á til þess fallnar að vera hér inni í sýningarsalnum. Hér úti á lóðinni má líta gufuvél sem vegur sjö tonn...! Jú, þetta hefur kostað mikla vinnu og mikla fjármuni - því ég hef enga styrki hlotið frá opinberum aðilum né öðrum. En ég hef alla ævi verið sí- starfandi og veit oft ekki af fyrr en hugmyndir mínar um ný og ný verk- efni eru orðnar að veruleika. Stundum er ég steinhissa á hverju ég hef komið í verk, þótt ég segi sjálfur frá! Ég verð sjötugur nú þann 21. júní næstkomandi og auðvitað mun safnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.