Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 87

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 87
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 85 Og hvað varð svo um þessi skip? Sonja Mærsk náðist fljótlega af strandstað og var farið með skipið að bryggju í Reykjavíkurhöfn, þar sem gert var við það til bráðabirgða. Með ólíkindum þótti hve skemmdir á botni þess urðu litlar. Öðru máli gegndi um Ourem. Is- lendingar keyptu það á strandstað og reyndist miklum erfiðleikum bundið að létta skipið og fleyta því af strand- stað. Meginhluti farmsins reyndist sement er sjór hafði komist í og það því harðnað og orðið að massívri hellu. Það var ekki fyrr en réttu ári eftir strandið að Markúsi Ivarssyni í Héðni tókst að ná því á flot. Var það tekið til gagngerðrar viðgerðar sem lokið var í ársbyrjun 1943. Skipinu var þá gefið nafnið Hrímfaxi GK-2, kallmerki TFPB, og heimahöfn þess Hafnarfjörður. I fyrstu sigldi skipið með ísvarinn fisk til Englands. Eftir árás þýskrar flugvélar á strand- ferðaskipið Súðina 16. júní það ár á Grímseyjarsundi, var Hrímfaxi leigð- ur Skipaútgerð ríkisins til strandsigl- inga. Hinn 22. desember strandaði skipið skammt frá Raufarhöfn á leið til Þórshafnar. Losnaði skipið af sjálfsdáðum og leitaði hafnar. Hafði það laskast töluvert, leki komist að því og bæði stýri og skrúfa skemmst. Eftir að viðgerð fór fram var skipið áfram í vöruflutningum bæði innan- lands og til útlanda. Frá því um haust- ið 1946 til vordaga 1947 var skipið í síldarflutningum frá Reykjavík til Siglufjarðar (Hvalfjarðarsíldin). Að þeim flutningum loknum var skipinu lagt. I október 1950 urðu eigendaskipti að skipinu sem nú hlaut nafnið Auð- humla og skráð sem vöruflutninga- skip og í ferðum milli íslands og Evr- ópuhafna. í mars 1952 var skipið selt til Indlands og afhent hinum nýju eig- endum í Colombo á Ceylon og sigldi það þangað undir íslenskum fána. Skipið var gufuskip, smíðað í Midd- lesborough á Englandi 1918, 641 brt.lestir að stærð. M/S Eldey RE-160-TFAL strandar við Skotland Snemma árs 1940 var keypt hingað til lands frá Noregi M/S Röksund, 106 tonna eikarskip smíðað í Fécamp á Frakklandi 1928 með 160 ha. Polar dieselvél sem sett var í skipið 1934. Skipið hlaut nafnið Eldey RE-160 eign samnefnds hlutafélags og voru þar í forsvari Ingvar Vilhjálmsson skipstjóri og bræðurnir Tryggvi og Þórður Ólafssynir í Reykjavík. Skv. skipshafnarskrá var í fyrsta sinn skráð á skipið hérlendis 7. mars sama ár til fiskflutninga. Um sumarið er skipið á síldveiðum, en að þeirri vertíð lokinni í september er skipið í förum með ísaðan fisk til Englands. í desember er afskráð og skipið tekið í slipp til gagngerðra viðgerða, aðal- lega á þilfari. Hinn 10. febrúar 1941 er skráð á skipið að nýju og enn til fiskflutninga. Fiski er safnað á ýmsum höfnum sem ísaður er í kassa og síðan látið úr höfn áleiðis til Fleetwood og gekk ferðin þangað áfallalaust. Aðfaranótt 28. febrúar er skipið á heimleið eftir að hafa selt farminn. Leiði er gott norður írska hafið. Vind- ur er hvass af suðri, dimmviðri og rigningarsúld. Þess ber að gæta að á stríðstímum er slökkt á ljósvitum og ljósmagn baujanna á siglingaleið tak- markað. Skömmu eftir miðnætti kennir skip- ið grunns og strandar undan Burrow Head (ekki Barra Head á Suðureyj- um) norður af Isle of Man, um 20 sjm. fyrir austan Mull of Golloway á vest- urströnd Skotlands. Skipið skorðast á milli tveggja hárra kletta. Neyðarblys- um er þegar skotið á loft. Innan tíðar eru björgunarmenn komnir á strand- stað, en þeim tekst ekki að skjóta línu um borð. Skipverjar bregða þá á það ráð að fleyta lóðabelg til lands með línu. Fluglínutækjum er komið fyrir og áhöfnin, 9 menn, dregnir til lands í björgunarstól. A þessum slóðum gætir mjög flóðs og fjöru. Háflóð var þegar skipið strandaði en á fjörunni var næstum hægt að ganga að stefni skipsins þurr- um fótum. Skipið brotnaði þarna í spón og.eyðilagðist. Engan sakaði af áhöfn Eldeyjar. Af björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík Þar sem nafn björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík hefur borið á góma hér að framan varðandi björgun manna úr sjávarháska, er ekki úr vegi að staldra við þar á strandlengjunni. Hún er ekki löng sjávargatan vestan frá Reykjanestá austur fyrir Hrauns- fjörur, en á þeirri leið mæta okkur ris- miklir og merkir atburðir er tengjast björgunar- og sjóslysasögu landsins. Það var aðfaranótt 24. mars 1931 að heimilisfólkið á bænum Hrauni vakn- ar við skerandi eimpípublástur. Fran- ski togarinn Cap Fagnet frá útgerðar- bænum Fecamp í Frakklandi er strandaður þar skammt undan. Frá Cap Fagnet strandaður á Hraunsfjöru austan Grindavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.