Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 36
innar og skýrt sem flest út fyrir honum og þar á meðal hvað þyrfti að varast - ekki síst þessa hurð. En einhvern veg- inn hefur aðvörun mín dottið úr huga hans því þegar hurðin skall upp klemmdist maðurinn milli hurðar og veggjar. Við stýrimaðurinn komum fyrstir að þessu slysi og það var hræði- legt... Þegar annað eins gerist leitar sú spurning á hugann hvort maður hefði getað afstýrt þessu? Ég spurði sjálfan mig hvort ég hefði brýnt nógu ræki- lega fyrir honum að gæta sín á þessari hættu. Slíkar sjálfsásakanir eru auð- vitað algengar en bæta því miður ekki úr neinu. Hitt atvikið snertir ungan vélstjóra, geðþekkan mann og á engan hátt óvanalegan f umgengni. Eitt sinn er við vorum á hafi úti í mjög slæmu veðri rekst ég á hann á einum af göngum skipsins og spjalla við hann stundarkorn um daginn og veginn. Að því búnu fer ég inn í klefa minn en hef ekki verið þar nema í um það bil hálftíma þegar bankað er hjá mér og ég er spurður hvort ég hafi séð þennan umrædda mann? Ég sagði sem satt var að ég hefði verið að ræða við hann fyrir skammri stundu. Er mér þá sagt að hann finnist hvergi, en hann átti að vera á vakt. Nú voru allir ræstir út og leitað um allt skip, en án árangurs. Ég var á leið aftur með skipinu - og sé þá skyndi- lega út um glugga hvar inniskórnir hans eru á lunningunni! Þar með var ekki um að villast hvað gerst hafði: rétt eftir að hann hafði talað við mig hafði hann kastað sér fyrir borð... Þess má geta að merkilegt er að menn sem slíkt gera - en þetta er því miður ekki svo fátítt - fara jafnan úr skónum áður en þeir taka stökkið. Erfitt er að skilja hvað því veldur, líkt og það er furðulegt hve menn sem þjást af andlegri vanlíðan geta leynt ástandi sínu fyrir öðrum. Skipinu var snúið við og leitað lengi, þótt það væri í María Júlía. - „Harka Lárusar varð tilþess að bresku togaraskipstjórarnir urðu afar hrœddir við okkur og gerðust mjög tauga- veiklaðir. “ sjálfu sér tilgangslaust í snarvitlausu veðri eins og þarna var. Ekki veit ég hver var ástæða þess að þessi ungi maður greip til slíks óyndis- úrræðis, en vil minnast á að varla er jafn mikilvægt fyrir nokkra stétt sem sjómenn að einkalífið sé í lagi. Ég hef séð mörg dæmi þess. Erfitt er fyrir far- menn og menn á frystitogurum, sem eru vikum saman á hafi úti í myrkri og illviðrum, að vera í slæmu hjóna- bandi og hafa stöðugar áhyggjur. Góð eiginkona er sjómanninum dýrmætari en allt annað. Það verður aldrei of oft áréttað og það get ég vel vitnað um sjálfur. Betri konu en mína hefði ég ekki getað eignast, en hún heitir Edda Svavarsdóttir. Við eigum þrjú börn og henni á ég það að þakka að aldrei þurfti ég að hafa áhyggjur af heimilinu í löngum fjarvistum.“ Best gengur hjá yfirmönnum sem minnst heyrist í „Þá er mikilvægt að andinn um borð sé góður. Ef aðeins einn eða tveir leiðindaseggir eru á skipinu geta þeir skemmt andann um borð svo mikið að því er vart hægt að trúa. Þá byggist mikið á að yfirmenn séu persónuleikar sem menn virða og sætta sig við. Skipanir margra (og ég vona flestra) skipstjóra og stýrimanna framkvæma allir með glöðu geði. En sumir eru þeirrar gerðar að verkin sem þeir fela mönnum eru unnin með hangandi hendi og ólund. Reynsla mín er sú að jafnan gengur best hjá þeim yfirmönnum sern minnst heyrist í. Hér hjá Sjó- mannafélaginu verðurn við varir við þetta: Á sumum skipum eru eilíf iH' indi, en á öðrum gengur allt eins og vel smurð vél. Þetta á nær undan- tekningarlaust rætur að rekja til þess hvort yfirmenn eru starfi sínu vaxnir eða ekki. En svo ég sýni yfirmönnum á skipunt sanngirni þá held ég að engir beri meiri ábyrgð hér á landi en til dæmis togaraskipstjórar. Fiski þeir ekki vita þeir að þeim verður sagt upp og þvl eru þeir sem von er undir álagi og þola það misvel. í landi geta menn stjórnað bönkum og fyrirtækjum og tapað milljónum æ ofan í æ - en enginn hróflar við þeim samt. Þetta kalla ég mikinn mun á ábyrgð og þetta held eg að sýni hve mikilvægt er að skip' stjórinn sé starfi sínu vaxinn." „Hann Biggi kemur ekkert aö borða!" „En það er gaman á sjónum þegat andinn er í lagi og sem betur fer eru sorgaratburðir eins og þeir sem ég nefndi afar fátíðir, þótt þeir vilji elta menn eins og dimmur skuggi. Á sjónum er alltaf reynt að slá á létta strengi og almennt held ég að sjómenn séu skapbetri en aðrir menn, þótt allt eigi sér sínar undantekningar. Mörg brosleg atvik gerast og skal ég nefna eitt, en ég var þá á litla Laxfossi. Við vorum á Ieið fram hjá Eyjum í vit' lausu veðri og kaðaltrossa á aftur- dekkinu hafði losnað og lafði afur af skutnum. Ég hljóp til og tók að draga hana inn fyrir. Eldhúsið var þarna aftast og kokkurinn stóð í glugganum og fylgdist með mér. Skyndilega sé ég að hann gefur mér bendingu og sé þa að þessi rosalegi sjóskafl er að ríða yfir dallinn aftanverðan! Ég hugsaði mig 36 SJÓMANNADAGSBLAÐjfl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.