Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 126

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 126
nákvæmlega hvar sökudólgarnir voru að veiðum. Mældist Van Dyck hálfa aðra mílu innan við fiskveiðitak- mörkin, en hinn reyndist kominn út úr landhelginni. Og þá er liðinn var hálftími frá því að Snæfaxi kom á vettvang, fór Van Dyck út fyrir tak- mörkin. Þarna voru að veiðum átta togarar, flestir belgiskir, en Snæfaxi sinnti aðeins þeim tveimur sem oftast höfðu verið staðnir að landhelgisbroti. Flaug hann oftast í þrjúhundruð til fimmhundruð metra hæð, en annað veifið renndi hann sér yfir skipin aðeins fimmtíu metrum ofan við siglutoppana. Einkum var flogið lágt yfir Van Dyck, og sáu þeir félagar fiskinn á þiljunum og gátu greint hásetana á þilfarinu hvern frá öðrum. Þeir tóku þetta háttarlag flugvélar- innar sem storkun, réttu báðar hendur upp yfir höfuð sér og skóku hnefana að flugvélinni. Ahöfnin á Snæfaxa hló dátt að þessum aðförum hásetanna og hugsaði skipstjóranum belgíska þegjandi þörfina. Þarna út af Ingólfshöfða var nú komið hægviðri. Sló andvara sitt á hvað, en öðru hverju var austan gola með skúraleiðingum. Skyggni var ekki sem best, en þó sæmilegt milli skúranna. Ekki sáust tindar Öræfajökuls, en annað veifið sá lýsa af snæbreiðunni gegnum létta móðu. Austur með landi sást allgreinilega. Lengst í austri gat að líta fjallatinda Suðursveitar og Tvísker sáust og sömuleiðis Firollaugseyjar. Þá mátti og oftast greina bæinn á Fagurhólsmýri. En þeir félagar á Snæfaxa sinntu lítt útsýninu. Þeir beindu athygli sinni af þráakenndri þrautsegju að lagabrjótunum tveimur og töluðu öðru hverju við Pétur Sigurðsson forstjóra og skipherrann á Þór. Einn af belgisku togurunum sem voru að veiðum suður af Ingólfshöfða hélt af stað vestur með landi, þegar klukkan var hálfníu. Fimmtán mílum vestan við Höfðann mætti hann Þór. Þá var klukkan tíu. Þremur mínútum síðar tók Van Dyck að draga inn vörp- una og fóru hinir togararnir að dæmi hans. Þóttust þeir þá vita, Snæ- faxamenn, að togarinn sem mætt hafði varðskipinu mundi hafa sent svohljóðandi skeyti: „Djúp lægð fimmtdn mílur vestan við Ingólfshöfða á hraðri hreyfingu austur efiir. “ Þegar Van Dyck hafði innbyrt vörp- una, sneri hann til hafs og fór mikinn. Fór hann fyrst krákustíg, eins og skip- stjóranum reyndist örðugt að ráða við sig hvaða stefna skyldi tekin. En loks var stefnt í hásuður og hraðinn aukinn að mun. Togarinn sem merktur var O- 294, tók stefnu í suðaustur, þegar hann hafði dregið inn vörpuna. Hann hraðaði einnig för sinni sem mest hann mátti.“ Svifblysum skotið yfir Van Dyck „Þessi tvö skip fjarlægðust óðum hvort annað, og varð nú að taka ákvörðun um að hvoru þeirra Snæfaxi skyldi halla sér. Ahöfn hans hafði ávallt samband við Þór, og Pétur Sigurðsson skipaði svo fyrir að Van Dyck skyldi meira metinn en hinn þrjóturinn, sem ekki hafði áður komist í kast við Landhelgisgæsluna. Þar sem Þór var nú staddur var hægviðri, og jók hann skriðinn og æddi áfram með átján mílna hraða á klukkustund. Snæfaxi lét honum í té með stuttu millibili stefnuna á Van Dyck og klukkan 23.00 tók Snæfaxi að skjóta svifblysum yfir togarann, svo að Þór gæti miðað stefnu sína sem allra nákvæmast, og var sex slíkum blysum skotið fram til klukkan eitt. Togarinn kom hraðanum upp í þrett- án mílur á klukkutíma, en aðeins tiltölulega stutta stund. Féll hraðinn niður í ellefu mílur, og mun þó skip- Arni Valdimarsson stjórnaði leitinni um borð í Sólfaxa. stjórinn ekki hafa látið draga af getu vélanna. Nokkru eftir að eltingarleikurinn hófst, tilkynntu þeir Snæfaxamenn Pétri Sigurðssyni að svo væri nú tekinn að minnka bensínforði flug- vélarinnar að nauðsynlegt væri að hún mundi leyst af hólmi upp úr miðnætti. Forstjórinn brá þegar við og náði sam- bandi við Reykjavík og klukkan tutt- ugu og þrjár mínútur yfir ellefu hóf sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli Katalínuflugbáturinn Sólfaxi TF-ISJ — með fimm manna áhöfn. Frá Landhelgisgæslunni voru Árni Valdimarsson fyrsti stýrimaður á Óðni og Hörður Þórhallsson aðstoðarmaður við fluggæsluna. Flugstjóri var Bragi Norðdahl og aðstoðarflugmaður Ingimundur Þorsteinsson. Fimmti maðurinn var Gunnar Valgeirsson, en hann er einn af vélstjórum Flugfélags Islands. Sólfaxi flaug austur yfir Reykjanessfjallgarð og síðan með ströndinni allt til Hjörleifshöfða, en þaðan tók hann stefnu á Van Dyck, hafði haft samband við Snæfaxa og fengið hjá honum upplýsingar um stað og stefnu skipsins.“ 126 SJÓMANNADAGSBLAÐjP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.