Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 92

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 92
Á Júpíter með Bjama var ég, ýmist sem bátsmaður eða annar stýrimaður, þar til nýsköpunartogararnir komu að stríðinu loknu. Einn þeirra var Nep- túnus sem Tryggvi lét byggja og kom til landsins um áramótin 1947-1948 og gerðist Bjarni Ingimarsson skip- stjóri á honum. Fylgdi ég honum yfir á þetta nýja skip sem var um 900 lestir og nú sem fyrsti stýrimaður, en ég hafði þó stundum leyst af sem fyrsti stýrimaður í siglingunum áður. Við héldum strax á ísfiskirí og var veiði afbragðsgóð, en við fiskuðum einkum á Selvogsbanka. Þar gerðum við einn mjög frægan túr til Grimsy og vildi svo til að ég var skipstjóri í þeirri ferð og var það í fyrsta sinn sem ég gerði það. Bjarni var þá í siglingarfríi. Þarna seldum við fyrir 19020 ster- lingspund sem var heimsmet á þeim tíma, þótt við værum að vísu með fullt skip.“ Gerðist skipstjóri of snemma „Ég var þó ekki á Neptúnusi lengur en fram til vors 1948. Þá henti það hörmulega slys að skipstjórinn á tog- aranum Venusi fórst þegar skipið var statt í Norðursjó. Utgerðarmaður skipsins var Loftur Bjarnason í Hafnarfirði og kom hann nú að máli við mig og bað mig endilega að taka við Venusi sem skipstjóri. Þetta varð úr og þar með var ferill minn sem tog- araskipstjóra hafinn. En ég held að það hafi verið fljótfærni hjá mér að taka við Venusi. Ég var búinn að vera það skamman tíma fyrsti stýrimaður og hafði því of litla reynslu í að fiska sjálfur, þótt ég þekk- ti til allra verka á dekki. En að eiga að fiska sjálfur og það á skipi sem ég hafði enga reynslu af var of snemmt fyrir mig. En þetta sjá menn eftir á. Auk þess var Venus gamalt skip miðað við nýsköpunartogarana sem þá voru komnir. Aftur á móti var ég jafnan heppinn með sölur erlendis. Einu hörmulegu atviki man ég eftir frá þeim árum þegar ég var með Venus eða 1949. Við vorum að koma af Halanum ásamt togaranum Júní, í vonud veðri. Við sáum nokkurn veg- inn hvor til annars lengi leiðarinnar, en þá sé ég að hann beygir til norðurs og er mér ljóst að hann ætlar inn á Onundarfjörð. Ég treysti mér ekki til að fylgja honum eftir og vildi heldur taka Dýrafjörð. Siglum við inn á fjörðinn þar til ég finn að sjó er farið að slétta og veit þá að ég er kominn í skjól af Barðanum, þótt ekki sæi ég land. Dýpið var nú nóg til þess að ég gat látið akkerið falla. En þegar við erum rétt lagstir þarna þá heyrum við í talstöðinni að Júní er strandaður í Dýrafirðinum og enskur togari í Patreksfirðinum á sömu stundu. Sem betur fer björguðust allir mennirnir af Júní en skipinu varð ekki bjargað. Af enska togaranum fórust aftur á móti sex. Með nútíma siglingatækjum hefði þetta aldrei getað gerst. Með Venus var ég í tvö ár, en þá vildi svo illa til að spilið brotnaði og þar með var ákveðið að leggja togaranum. Hann var enda einn af gömlu tog- urunum og menn vildu ekki lengur ráða sig nema á nýsköpunartogarana svo oft reyndist erfitt að manna skipið. Ég tók þá við togaranum J°n Þorlákssyni sem var í eigu Bæjat' útgerðar Reykjavíkur og var einn af nýsköpunartogurunum. Með hann var ég á annað ár, en tók þá við stærra skipi í eigu Bæjarútgerðarinnar, Skúb Magnússyni. Með Skúla var ég tn ársins 1953 þegar ég lét af störfum h)a Bæjarútgerðinni.“ Á Marsinum Þegar hér var komið sögu lá leiðin enn til Tryggva Ófeigssonar og að sjalf' sögðu sem skipstjóri og var skipið tog' arinn Mars. Ekki fer hjá því að menn minnist margra vondra veðra 3 löngum ferli og þar á meðal meðan eg var með Mars. Þá höfðum við á MarS ásamt Neptúnusi sem Bjarn1 Ingimarsson var með verið sendir að fiska fyrir vestan Grænland. Þetta var1 desember og fengum við þokkaleg1 veður vestur fyrir Grænland. vorum að fiska út af Julianehaab bugtinni og var Neptúnus, sem var kominn nokkru á undan okkur búmn að fiska í sig og átti að landa a tilteknum degi í Englandi. Vorum VI einskipa á þessum slóðum í tV° sólarhringa enn. Veður var enn gotteI1 myrkur allan sólarhringinn. Venus GK 519 frá Hafnarfirði. Á þessum togara hófi Gísli skipstjórafieril sinn. 92 SJÓMANNADAGSBJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.